Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.

Mikið af nýju efni í íslensku

Við höfum lengi litið á íslenskuna sem okkar aðal enda má með sanni segja að íslenskan sé lykillinn að öllu öðru námi. Við bjóðum upp á vandað efni í íslensku sem miðast fyrst og fremst við þarfir kennara og nemenda. Er bæði um að ræða heildstætt nám, s.s. Tungufoss fyrir unglingastig og minna efni sem hægt er að grípa í með stuttum fyrirvara. Við skiptum íslenskunni í tvennt: Annars vegar er það íslenska 1 sem inniheldur lestur, lesskilning, bókmenntir, hlustun og ritun. Hins vegar er það íslenska 2 sem felur í sér stafsetningu, málfræði og málnotkun. 

Frétt: DAGATALIÐ FYRIR 2018

Útprentanlegu dagatölin hafa lengi verið vinsælt efni á vefnum og margir kennarar notað þau til að láta nemendur útbúa jólagjafir handa nemendum. Hægt er að láta nemendur teikna mynd, skrifa ljóð eða hvað sem er á þau og láta þau þannig nýtast sem námsefni í leiðinni. 

Frétt: TÍMALÍNUR Í NÝJUM BÚNINGI

Tímalínur eru aðgengileg og forvitnileg leið til að læra söguna og sjá hana í samhengi við aðra hluti. Því förum við nú af stað með safn tímalína sem hægt er að vafra um sér til fróðleiks og skemmtunar. Þá henta þær vel á skjávarpa í kennslustofu og er tilvalið að enda kennslustundir með því að skoða eitthvað sem gerðist á einhverjum tilteknum tíma. Nú þegar eru tímalínurnar orðnar sjö. Þær bera yfirheitið: Ísland og Noregur á 10. öld, Heimurinn á 10. öld, Ísland á 11. öld, Heimurinn á 11.

Frétt: Veistu svarið - litir, fatnarðu og fjölskylda

Veistu svarið er vinsæll liður hér hjá okkur á Skólavefnum og ekki að ósekju. Nú bjóðum við upp á fyrstu þrjár orðaforða æfingarnar í dönsku, en þær innihalda 21 orð um litina, 40 orð um fatnað og 26 orð um fjölskylduna. Gangi ykkur vel og góða skemmtun.

Síður