Þóra Melsted | skolavefurinn.is

Þóra Melsted

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Ein af þeim konum sem settu sterkan svip á 19. öldina var Þóra Melsted. Faðir hennar Grímur amtmaður starfaði lengi í Danmörku og því hlaut hún menntun sína þar. Þegar hún settist að á Íslandi rann henni til rifja það tómlæti sem menntun kvenna var sýnd og vildi bæta úr því. Fyrsta tilraun hennar í þá átt var vísir að kvennaskóla árið 1851, en það átak lifði einungis í tvö ár. En með mikill þrautseigju og ósérhlífni tókst henni að fá fleiri konur í lið með sér og leiddi það til stofnunar fyrsta íslenska kvennaskólans, sem hún stýrði sjálf fram til 1906. Mætti þessi skóli talsverðri andstöðu í upphafi, en hún lét það sem vind um eyru þjóta og fyrir áræðni hennar og dugnað lifði skólinn allar árásir og lifir enn í dag.