Eiríks saga rauða | skolavefurinn.is

Eiríks saga rauða

Vefslóð

Lýsing

Eiríks saga rauða segir frá landnámi norrænna manna á Grænlandi og landafundum í Vesturheimi. Er hún sennilega skráð snemma á 13. öld og eins og með flestar aðrar Íslendingasögur er höfundur hennar ókunnur. Hún hefur varðveist í handritunum Hauksbók og Skálholtsbók. Svipar henni um margt til Grænlendinga sögu, en í stórum dráttum segja þær frá sömu atburðum en á ólíkan hátt og einnig greinir þær á um margt. Þá er einnig að finna styttri frásagnir af Grænlandsferðum, Eiríki og Leifi syni hans í fleiri handritum og mætti í því sambandi nefna Íslendingabók Ara fróða, Flateyjarbók, Landnámu og Ólafs sögu Tryggvasonar. Hér er hægt að nálgast hana í skemmtilegri útgáfu með góðum verkefnum.