Gissur Ísleifsson | skolavefurinn.is

Gissur Ísleifsson

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Gissur Ísleifsson var annar íslenski biskupinn og fyrsti stólabiskupinn ef svo mætti að orði komast. Hann var kosinn biskup árið 1081, eftir föður sinn Ísleif og í hans tíð óx vegur kristninnar stórum og biskupsembættið í leiðinni. Hann kom á fót tíundinni svokölluðu og mörgum öðrum gagnlegum breytingum. Um Gissur fer höfundur Hungurvöku svofelldum orðum: ,,Hann tók tign og virðing svo mikla, þegar snemmendis biskupsdóms síns, og svo vildi hver maður sitja og standa, sem hann bauð, ungur og gamall, sæll og fátækur, konur og karlar, og var rétt að segja að hann var bæði konungur og biskup yfir landinu meðan hann lifði.” Verður vart hægt að hugsa betri eftirmæli um nokkurn mann.