Haraldur harðráði | skolavefurinn.is

Haraldur harðráði

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Ein af litríkustu persónum Norðurlanda í kringum árið 1000 var Haraldur Sigurðsson hinn harðráði. Var hann hálfbróðir Ólafs konungs Haraldssonar og tók þátt í Stiklastaðaorrustu þar sem Ólafur féll árið 1030. Þaðan hélt hann austur í Garðaríki og um síðir allt suður til Miklagarðs þar sem hann gerðist höfðingi Væringja. Þaðan lá leiðin aftur í Garðaríki og svo heim til Noregs þar sem hann deildi konungstigninni með bróðursyni sínum Magnúsi, þangað til Magnús lést, en þá ríkti hann einn. Árið 1066 hélt hann með her til Englands að ná því undir sig en féll í orrustu við Harald Guðinason rétt rúmlega fimmtugur að aldri. Var ævi hans ævintýri líkust. Voru margir Íslendingar í þjónustu Haralds s.s. flest hirðskáld hans. Þá sýndi hann Íslendingum hlýhug þegar illa áraði á landinu á árunum 1056–1057.