Tryggvi Gunnarsson | skolavefurinn.is

Tryggvi Gunnarsson

Vefslóð

Lýsing

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Einn af máttarstólpum íslensku þjóðarinnar við lok 19. aldar og upphaf þeirrar tuttugustu var Tryggvi Gunnarsson. Á tímum þegar Ísland var að vakna til lífs úr þeim doða og þeim fjötrum sem það hafði verið í um langan tíma svaraði hann kalli nýrra tíma og með óbilandi hugrekki og hugsjón hjálpaði hann Íslendingum að stíga inn í nútímann.