Bókmenntir

Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.

Tumi þumall

Hér bjóðum við upp á hina sígildu sögu af Tuma þumli í þýðingu Þorsteins Erlingssonar, en ritháttur á stöku stað færður til nútímans. Sagan er boðin bæði í útprentanlegu formi með fjölda verkefna og á vefsíðuformi með gagnvirkum æfingum. Sagan telur 14 kafla og tilvalið að nota sem ítarefni.

Lesum lipurt og létt - 1. hefti

Við kynnum til sögunnar glænýtt kennsluefni eftir Sigríði Ólafsdóttur kennara við Flataskóla í Garðabæ. Nefnist það Lesum lipurt og létt og inniheldur lestraræfingar fyrir byrjendur. Eins og segir í inngangi bókarinnar byggir hún á lestraraðferð sem nefnd er orðmyndaaðferðin. Þar byrjar kennarinn á að lesa textann upphátt - Síðan les nemandinn hann upphátt þrisvar sinnum.

Litla gula hænan

Hér er á ferðinni hin sígilda saga um litlu gulu hænuna sem finnur hveitifræin. Er um að ræða námsþátt á 6 blaðsíðm þar sem sagan sjálf tekur yfir 3 blaðsíður og verkefnin 3. Er efnið einkum hugsað fyrir 2. og 3. bekk, en gæti einnig hentað duglegum nemendum í 1. bekk.

Efnið hentar bæði í almennri bekkjarkennslu og í einstaklingsmiðuðu námi.

Heimska héraskinnið

Skemmtileg saga sem börn hafa gaman af að lesa. Efnið telur samtals 6 blaðsíður þar semsagan sjálf tekur yfir 4 blaðsíður og verkefnin 4. Hentar vel fyrir 2. og 3. bekk, en gæti einnig hentað duglegum nemendum í 1. bekk. Efnið hentar bæði í almennri bekkjarkennslu og í einstaklingsmiðuðu námi. Þá geta áhugasamir foreldrar prentað efnið út og unnið með börnum sínum á kvöldin.

Ljóðabókin mín

Kennsluhefti í ljóðum fyrir 6. bekk. Í heftinu sem telur 19 bls. er vikið að fornum bragarháttum, rími, ljóðstöfum og efni ljóða.

Ljóðaleikur

Kennsluhefti í ljóðum fyrir 4. bekk. Í þessu hefti sem telur 11 bls. er unnið með rím og ljóðstafi og hugtök eins og stuðlar, höfuðstafur, karlrím, kvenrím og veggjað rím.

Allir og Enginn

Hér er á ferðinni stutt ævintýri eftir skáldið og rithöfundinn Jóhann Hjálmarsson. Þar segir frá land i sem á sér engin landamæri og er í raun ekki til. Íbúar þess heita Allir og Enginn. Sagan hefur einungis einu sinni áður birst á prenti, en það var í Lesbók Morgunblaðsins árið 1965. Var hún þá myndskreytt af listamanninum Alfreð Flóka og fylgja þær myndskreytingar sögunni hér. Bæði fáanleg sem vefefni og útprentanleg.

Egils saga einhenda og Ásmundar berserkjabana

Egils sögu einhenda og Ásmundar berserkjabana er að finna í safninu Fornaldarsögur Norðurlanda. Hún er hér í nokkuð einfaldaðri útgáfu, ætluð til kennslu í 3.-4. bekk grunnskóla. Hverjum kafla fylgja frábær verkefni, bæði útprentanlegu útgáfunni og vefútgáfunni. Þá er hægt að hlusta á alla kaflana upplesna af vefútgáfunni. Athugið að hægt er að panta bók og vinnubók á bóksölunni, en svo er líka hægt að prenta út af vefnum.

Gunnlaugs saga ormstungu

Gunnlaugs saga ormstungu hefur lengi verið með vinsælustu Íslendingasögunum. Hún fjallar um heitar ástir ungmenna og mikil örlög en er jafnframt blandin gamansemi og húmor. Hún er sterk í byggingu og er römmuð inn af draumum sem feður aðalpersónanna dreymir. Helstu persónur eiga hver sín einkenni, mikla kosti og augljósa galla, sem gera dramatísk átök óumflýjanleg. Sagan er tilvalin til umræðu um mannlegan breyskleika og mannleg samskipti, og mætti nýta til siðferðislegrar og heimspekilegrar rökræðu.

Síður