Danska

Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.

N.F.S. Grundtvig - æviágrip

Nikolaj Frederik Severin Grundtvig, oftast kallaður N.F.S. Grundtvig, er einn af dáðustu rithöfundum Dana. Hann var skáld, rithöfundur, guðfræðingur, prestur síðar biskup, heimsspekingur, sagnfræðingur,  kennari, þingmaður og skólafrömuður. Hann er af mörgum talinn einn áhrifamesti maður danskrar sögu enda lét hann til sín taka á mörgum sviðum.

Rejsen til Udgårdsloke eftir Vilhjálm Gíslason

Þessi skemmtilega saga, eftir Vilhjálm Gíslason dönskukennara, er byggð á goðafræðinni. Sagan er í tólf köflum og skreytt frábærum myndum eftir breska listamanninn Daniel Cook. Goðafræðin og danskan spinnast hér saman á skemmtilegan hátt og fanga hug nemenda.

 

Rejsen með guderne eftir Vilhjálm Gíslason

Saga í 12 köflum með góðum verkefnum. Þjálfar lesskilning, orðaforða og málnotkun. Hér segir frá því þegar guðirnir Óðinn, Þór og félagar ákváðu að leggja land undir fót og skoða sig um í heiminum.

 

Danskur málfræðigrunnur

Vandaðar málfræðiskýringar með góðum verkefnum. Skýringarnar eru aðgengilegar bæði í gagnvirku formi og til útprentunar þar sem um eiginlegt uppflettirit er að ræða. Vefútgáfunni fylgir urmull af skemmtilegum og krefjandi gagnvirkum æfingum.

 

Um dönskusíðuna

Á dönskusíðunni er boðið upp á fjölbreytt og vandað efni sem þjálfar bæði lesskilning og málfræði. Efnið er úr ýmsum áttum, sumt er unnið af dönskum kennaranemum og þá erum við með töluvert efni eftir danska kennslufrömuðinn Per Jespersen. Við hvetjum alla til að kynna sér dönskuefnið okkar, bæði kennara, nemendur og aðra sem vilja auka færni sína í dönskunni. 

Síður