The Blockade Runners | skolavefurinn.is

The Blockade Runners

Vefslóð

Lýsing

Það er alltaf gott að þjálfa sig betur í enskunni og ekki er það verra ef hægt er að gera það með því að fylgja eftir skemmtilegri og vel skrifaðri sögu eins og þessari, The Blockade Runners eftir Jules Verne, sem margir þekkja af sögunni Umhverfis jörðina á 80 dögum.

Námsefni þetta er einkum hugsað fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og fyrstu bekkjum framhaldsskóla.  Hentar það líka vel þeim sem vilja bæta sig almennt í ensku, hvort heldur hlustunarskilning, orðaforða eða almennan málskilning.

Efnið er margskipt og hægt að nýta sér það á fjölbreyttan hátt. Grunnurinn er sagan sjálf, The Blockade Runners, og geta notendur valið um að lesa hana af vefnum, prentað hana út og lesið hana þannig eða hlustað á hana upplesna. Þá er tilvalið að sameina tvær leiðir, og lesa textann og hlusta á upplesturinn samtímis. Á vefsíðunni er einnig hægt að sækja vinnuhefti og kennslutillögur. Sagan er í tíu köflum.