The Door with Seven Locks

Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.

Vefslóð

Lýsing

Þessi frábæra sakamálasaga hentar vel sem framhaldsefni yfir hálfan vetur eða heila önn. Er hún bæði aðgengileg í vefútgáfu og prentútgáfu og hefur reynst vel að samtengja báðar útgáfurnar í kennslu. Kaflarnir eru prentaðir út og afhentir nemendum sem lesa kaflana heima og vinna verkefnin sem fylgja þeim. Um leið og hver kafli er afhentur er hægt að hlusta á hann upplesinn á vefnum. Textinn er óbreyttur að öllu leyti frá upprunalegu útgáfu sögunnar og því er upplagt að láta nemendur glósa orð með hverjum kafla. Sagan telur í allt 33 kafla og ef tveir kaflar eru teknir á viku. hentar efnið í 17 vikur, en svo er líka hægt að láta efnið endast í heilan vetur eða svo og taka bara einn kafla í viku. Hér er á ferðinni gott efni sem gæti fengið nemendur að yfirstíga þann þröskuld að lesa heila bækur í ensku.