Enska

Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.

Enskir leskaflar - English Reading Comprehension 2

English Reading Comprehension II er önnur bókin í nýjum bókaflokki okkar á Skólavefnum þar sem við einbeitum okkur að lesskilningi í ensku. Í þessari bók er boðið upp á 20 lestexta úr ýmsum áttum sem bæði er hægt að prenta út og vinna gagnvirkt á vefnum. 

Prentútgáfan samanstendur af textum með opnum spurningum og fjölvalsspurningum. Geta kennarar og nemendur valið að nota aðra hvora spurningagerðina eða báðar. Þá er merkt við þau orð sem skýrð eru út á vefnum.

Two Minute Mysteries

Hér er um að ræða sex stuttar sakamálaþrautir sem nemendur eiga að leysa. Þrautirnar byggjast á stuttum textum þar sem ákveðin atburðarás er rakin og út frá þeim vísbendingum sem þar er að finna eiga nemendur að finna sökudólginn. Hér reynir bæði á enskuna og almenna rökhugsun. Lausnir eru í sérskjali.

The Toys of Peace

Sagan hentar vel til kennslu, einkum í efri bekkjum grunnskólans og í framhaldsskólum. Sögunni fylgja góð verkefni og er bæði hægt að prenta þau út eða skoða í aðgengilegri vefútgáfu. Á vefútgáfunni er hægt að hlusta á söguna upplesna. Hér er á ferðinni frábært efni til að láta hljóma í enskustofunni og til þjálfunar heima fyrir.

Sögur eftir Oscar Wilde

Oscar Wilde var einn skemmtilegasti og jafnframt litríkasti rithöfundur Breta á síðari hluta 19. aldar. Eins og verk margra fremstu rithöfunda heims eru verk hans tímalaus og eiga jafn mikið erindi við okkur í dag eins og þegar þau komu út.

Við bjóðum hér upp á sögurnar The Devoted Friend og The Model Millionaire eftir Wilde á vef, ásamt upplestri og gagnvirkum æfingum, og í útprentanlegri útgáfu með góðum verkefnum.

The Bet

Sagan hentar vel til kennslu, einkum í efri bekkjum grunnskólans og í framhaldsskólum. Sögunni fylgja góð verkefni og er bæði hægt að prenta þau út eða skoða í aðgengilegri vefútgáfu. Á vefútgáfunni er hægt að hlusta á söguna upplesna. Hér er á ferðinni frábært efni til að láta hljóma í enskustofunni og til þjálfunar heima fyrir.

Síður