Íslenska 1

Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.

Sagan af Labba pabbakút

Sagan af Labba pabbakút eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur er afar skemmtileg saga og hér er búið að útbúa hana sem heildstætt námsefni í íslensku fyrir yngri nemendur. Efnið samanstendur af 7 köflum og skiptist í leshefti og vinnubók. Þá er einnig hægt að prenta út staka kafla. Útprentanlegri útgáfu fylgja verkefni og svör.  Vefútgáfu fylgja gagnvirkar æfingar og leikir.

Sögur af Alla Nalla

Hér er á ferðinni vandað heildstætt námsefni sem byggir á hinni stórskemmtilegu sögu Vilborgar Dagbjartsdóttur, Sögur af Alla Nalla. Efnið samanstendur af 13 köflum sem bæði er hægt að nálgast í útprentanlegri útgáfu og í vefútgáfu. Útprentanlegri útgáfu fylgja verkefni og svör.  Vefútgáfu fylgja gagnvirkar æfingar og leikir.

Tumi þumall

Hér bjóðum við upp á hina sígildu sögu af Tuma þumli í þýðingu Þorsteins Erlingssonar, en ritháttur á stöku stað færður til nútímans. Sagan er boðin bæði í útprentanlegu formi með fjölda verkefna og á vefsíðuformi með gagnvirkum æfingum. Sagan telur 14 kafla og tilvalið að nota sem ítarefni.

Lesum lipurt og létt - 1. hefti

Við kynnum til sögunnar glænýtt kennsluefni eftir Sigríði Ólafsdóttur kennara við Flataskóla í Garðabæ. Nefnist það Lesum lipurt og létt og inniheldur lestraræfingar fyrir byrjendur. Eins og segir í inngangi bókarinnar byggir hún á lestraraðferð sem nefnd er orðmyndaaðferðin. Þar byrjar kennarinn á að lesa textann upphátt - Síðan les nemandinn hann upphátt þrisvar sinnum.

Léttlestrarbækur Skólavefsins

Fyrir þá sem eru að byrja að læra að lesa bjóðum við upp á skemmtilegar og stigskiptar þjálfunarbækur í lestri sem unnar eru af Berglindi Guðmundsdóttur. Er hér um mjög vandaðar bækur að ræða sem notaðar hafa verið í kennslu með góðum árangri.

Litla gula hænan

Hér er á ferðinni hin sígilda saga um litlu gulu hænuna sem finnur hveitifræin. Er um að ræða námsþátt á 6 blaðsíðm þar sem sagan sjálf tekur yfir 3 blaðsíður og verkefnin 3. Er efnið einkum hugsað fyrir 2. og 3. bekk, en gæti einnig hentað duglegum nemendum í 1. bekk.

Efnið hentar bæði í almennri bekkjarkennslu og í einstaklingsmiðuðu námi.

Heimska héraskinnið

Skemmtileg saga sem börn hafa gaman af að lesa. Efnið telur samtals 6 blaðsíður þar semsagan sjálf tekur yfir 4 blaðsíður og verkefnin 4. Hentar vel fyrir 2. og 3. bekk, en gæti einnig hentað duglegum nemendum í 1. bekk. Efnið hentar bæði í almennri bekkjarkennslu og í einstaklingsmiðuðu námi. Þá geta áhugasamir foreldrar prentað efnið út og unnið með börnum sínum á kvöldin.

Síður