Íslenska 2 | skolavefurinn.is

Íslenska 2: Málfræði, málnotkun og stafsetning

Á þessari síðu er að finna allt efni sem flokkast undir málfræði, málnotkun og stafsetningu en auk þess er þar einnig að finna efni í ritun og skrift. Við skiptum efninu í stærri verk og stök minni verk. Stærri verk eru það sem við köllum stundum heildstæða vefi, þ.e.a.s. þar fara saman útprentanlegt efni (bækur, hefti og stök blöð) og vefefni (vefsíður, hljóðskrár og gagnvirkar æfingar). 

Íslenska 2

Ritum rétt

Ritum rétt er forrit í stafsetningu sem er einkum hugsað fyrir yngstu krakkana. Nemendur fá orðalista sem tengjast ákveðnum stöfum og eiga síðan að skrifa eða draga orðin í reit útfrá mynd sem birtist á skjánum. Þetta forrit sameinar í raun almenna lestrarkennslu og stafsetningu.

Atkvæði

Útprentanleg æfing í því að finna fjölda atkvæða í orði (1 bls.).

Hetjuspegill - íslensk nútímamálfræði

Það er okkur sönn ánægja að bjóða upp nýtt og spennandi námsefni í íslensku eftir Guðjón Ragnar Jónasson, sem kallast Hetjuspegill og er kennslu- og verkefnahefti í málfræði. Það telur 42 blaðsíður og hentar vel fyrir miðstig grunnskólans. Heftið skiptist í nokkra kafla, en þeir heita: Tungumálið, Uppruni tungumálsins, Indóevrópska málaættin, Hugtakið texti, Greining á textamynstri, Stofnun Árna Magnússonar og Fallbeygt á netinu.

Orðaþjálfi

Orðaþjálfi er forrit úr smiðju Skólavefsins þar sem nemendur eiga að finna og smella á tiltekna tegund orða í texta. Nemandinn getur sjálfur valið hvaða atriði er þjálfað. Hann getur til dæmis æft sig í að finna öll sagnorð í textabroti, eða öll fornöfn, eða öll nafnorð í þágufalli og svo framvegis. Endurgjöf um árangur birtist samstundis. Forritið býður upp á gríðarlegan fjölda þjálfunarþátta og er í senn skemmtilegt og krefjandi.

Síður

Subscribe to RSS - Íslenska 2