Lesum lipurt og létt - 2. hefti | skolavefurinn.is

Lesum lipurt og létt - 2. hefti

Vefslóð

Lýsing

Við kynnum til sögunnar glænýtt kennsluefni eftir Sigríði Ólafsdóttur kennara við Flataskóla í Garðabæ. Nefnist það Lesum lipurt og létt og inniheldur lestraræfingar fyrir byrjendur. Eins og segir í inngangi bókarinnar byggir hún á lestraraðferð sem nefnd er orðmyndaaðferðin. Þar byrjar kennarinn á að lesa textann upphátt - Síðan les nemandinn hann upphátt þrisvar sinnum. Þannig lærir nemandinn að lesa orðmynd sem eina heild og endurtekningin festir hana í minnið. Lagður er grunnur að eðlilegum augnhreyfingum við lestur. Heftir telur 16 blaðsíður og er hið vandaðasta að allri gerð og framsetningu. Það er enginn vafi á að þetta efni á eftir að nýtast kennurum yngri barna einstaklega vel. Er efninu skipt upp í tvö hefti. Hvetjum við alla til að kynna sér þetta frábæra námsefni sérstaklega vel.