Eiríks saga rauða | skolavefurinn.is

Eiríks saga rauða

Eiríks saga rauða segir frá landnámi norrænna manna á Grænlandi og landafundum í Vesturheimi. Er hún sennilega skráð snemma á 13. öld og eins og með flestar aðrar Íslendingasögur er höfundur hennar ókunnur. Hún hefur varðveist í handritunum Hauksbók og Skálholtsbók. Svipar henni um margt til Grænlendinga sögu, en í stórum dráttum segja þær frá sömu atburðum en á ólíkan hátt og einnig greinir þær á um margt. Þá er einnig að finna styttri frásagnir af Grænlandsferðum, Eiríki og Leifi syni hans í fleiri handritum og mætti í því sambandi nefna Íslendingabók Ara fróða, Flateyjarbók, Landnámu og Ólafs sögu Tryggvasonar.

Fátt eitt er hægt að staðhæfa um sannleiksgildi Eiríks sögu, en í flestum megindráttum mun hún vera skáldskapur sem þó byggir á sönnum atburðum, er eiginlega ofin inn í atburði sem áttu sér stað í raunveruleikanum. Flestar persónanna eiga sér samastað í raunveruleikanum, en atburðarásin er óljós. En við vitum t.a.m. útfrá rannsóknum Helge og Anne Ingstad að norrænir menn komu við og settust að í Nýfundnalandi á þeim tíma sem sagan gerist. Fundu þar m.a. leifar af húsum og munum sem algengir voru á Íslandi á þeim tíma.

 

Image

Tengill

Námsgreinar

Útprentanlegt (pdf)

Hljóðbækur á Hlusta.is

Annað tengt efni