Kærleiksheimilið eftir Gest Pálsson | Skólavefurinn

Kærleiksheimilið eftir Gest Pálsson

Segja má að sagan Kærleiksheimilið eftir Gest Pálsson sé ein fyrsta saga sem skrifuð er í raunsæisstíl af íslenskum rithöfundi. Gestur Pálsson var einn af Verðandi-mönnum en þeir boðuðu raunsæið með tímariti sínu fyrstir allra á Íslandi. Sögur Gests hafa löngum þótt bera af öðrum samtímasögum og er Kærleiksheimilið af mörgum talin vera hans besta saga. Hægt er að nálgast góð verkefni með sögunni og hún er vel fallin til kennslu, bæði vegna sérstöðu sinnar, þ.e. bókmenntalegrar stöðu, og vegna þess hve skemmtileg og vel skrifuð hún er.

 

Image

Tengill

Námsgreinar

Útprentanlegt (pdf)

Hljóðbækur á Hlusta.is