Íslenska

Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.

Mikið af nýju efni í íslensku

Við höfum lengi litið á íslenskuna sem okkar aðal enda má með sanni segja að íslenskan sé lykillinn að öllu öðru námi. Við bjóðum upp á vandað efni í íslensku sem miðast fyrst og fremst við þarfir kennara og nemenda. Er bæði um að ræða heildstætt nám, s.s. Tungufoss fyrir unglingastig og minna efni sem hægt er að grípa í með stuttum fyrirvara. Við skiptum íslenskunni í tvennt: Annars vegar er það íslenska 1 sem inniheldur lestur, lesskilning, bókmenntir, hlustun og ritun. Hins vegar er það íslenska 2 sem felur í sér stafsetningu, málfræði og málnotkun. 

Bleikbókin

Um efnið

Bleikbókin er sjöunda bókin í ritröðinni sem við höfum kosið að kalla Litabækurnar þar sem boðið er upp á vandaða og áhugaverða lestexta til þess að þjálfa nemendur í lesskilningi.  

Þessi bók er nokkuð frábrugðin fyrri bókum bæði hvað varðar lestextana sjálfa  og hvernig spurt er úr efninu. Hér er lagt allmikið upp úr töflulestri og tölfræðilegum upplýsingum, auk þess sem reynt er að spyrja þannig að lesendur þurfi að draga ályktanir af þeim upplýsingum sem er að finna í textunum. 

Tungutak 1: 2. Nafnorð

Tungutak I er vinnubók í íslensku á unglingastigi grunnskólans ásamt Tungutaki II og Tungutaki III. Tungutak er hluti af heildarnámsefni í íslensku sem Skólavefurinn hefur unnið handa unglingastigi í samræmi við ákvæði nýrrar aðalnámskrár. Í Tungutaki er um að ræða afar fjölbreytileg verkefni, ekki aðeins í málfræði og stafsetningu, heldur einnig og ekki síður í almennri málnotkun og framsetningu texta. Stílfræðileg atriði eru rædd ásamt hugtökum í bókmenntafræði og bragfræði.

Artúr konungur – Lestrarvinnubók

Artúr konungur – Lestrarvinnubók er fyrsta bókin í nýrri bókalínu sem er einkum hugsuð fyrir nemendur í 3.–4. bekk. Er hér um að ræða stuttar lesbækur með góðum og fjölbreyttum verkefnum sem taka mið af því sem kveðið er á um í námskrá í íslensku fyrir viðkomandi aldurshópa. Fyrsta bókin í þessum flokki fjallar um hinn kunna konung Artúr sem sagan segir að hafi ríkt í Englandi á 6. öld. Bókin sem telur 21 blaðsíðu skiptist í 5 kafla og er hægt að prenta hana út beint af vefnum, eða nálgast hana sem vefbók þar sem einnig er hægt að hlusta á hana upplesna.

Örnámskeið um söguna Sýður á keipum eftir Jón Trausta

Velkomin.

Á þessu örnámskeiði munum við rýna í söguna Sýður á keipum eftir Jón Trausta.

 

Leiðbeiningar:

Byrjið á því að lesa eða hlusta á söguna. Tengil í söguna (vefbók með upplestri) má finna hér fyrir neðan.

Að lestri loknum skuluð þið líta á ítarefnið sem fylgir námskeiðinu, en það skiptist í kort af sögusviðinu, umfjöllun um Dritvík, stutt æviágrip Jóns Trausta (Guðmundar Magnússonar), samtímagagnrýni á söguna, glæruskýringar og verkefnahefti. Tengla í allt ítarefnið má finna hér fyrir neðan.

Sýður á keipum

Sagan Sýður á keipum eftir Jón Trausta eða Guðmund Magnússon eins og hann hét með réttu, kom fyrst út árið 1916 og var þá spyrt saman við söguna Krossinn helgi í Kaldaðarnesi. Eins og með flestar sögur Jóns Trausta var sögunni tekið vel af almenningi, en dómar um hana voru nokkuð misjafnir, allt frá því að vera með því besta sem hann hafði látið frá sér fara, til þess versta. Sýnir það hve oft er erfitt að henda reiður á dómum gagnrýnenda.

Canterville-draugurinn

Flettibók (smelltu hér)

Canterville-draugurinn eftir Oscar Wilde er ný lestrarbók sem hugsuð er fyrir miðstig og efri bekki grunnskóla til að þjálfa nemendur í lestri, lesskilningi og lesrýni. 

Sagan er einkar skemmtileg og áhugaverð og hefur notið mikilla vinsælda nánast frá því hún kom fyrst út í bók árið 1891 og fram á daginn í dag. 

Króka-Refs saga

Króka-Refs saga hefur notið vinsælda á fyrri tíð eins og m.a. sést af því að út frá henni hafa verið ortar a.m.k. þrennar rímur. Eitt rímnaskáldanna er sjálft passíusálmaskáldið, Hallgrímur Pétursson. Vinsældir sögunnar má rekja til þess að hún er vel og skipulega sögð, hún er spennandi og viðburðarík, og hetjan er heilsteypt og afar snjöll og úrræðagóð. Sagan er listavel skrifuð. Gamansemi og skopskyn birtist víða. Það er því létt yfir frásögninni og jafnframt má draga af henni lærdóm, m.a. um mannlega kosti og bresti.

Júdas

Okkur er ánægja að kynna söguna Júdas eftir Sigurð Róbertsson rithöfund. Hér segir frá hinum eina sanna Júdasi Ískaríot, en sjónarhornið er ólíkt því sem við erum vön að fylgja og er óhætt að segja að sagan veiti okkur nýja sýn inn í þessa þekktu sögu úr Biblíunni. Já, það getur verið forvitnilegt að skoða söguna stundum í nýju ljósi. Sagan er í 9 köflum og hægt er að hlusta á hana upplesna. Verkefni miðast við 8.-10. bekk.

Síður