Landafræði | skolavefurinn.is

Landafræði

Heimur í hnotskurn: Kasmír

Lega
Kasmír liggur á svæði sem lýtur stjórn þriggja ríkja: Indlands, Pakistans og Kína. Sá hluti sem lýtur stjórn Indlands er nyrst á Indlandi, Kína hlutinn er vestast í Kína og Pakistan hlutinn í Austur-Pakistan.

Stærð
Rúmlega 220.000 km2 (rúmlega tvisvar sinnum stærra en Ísland)

Mannfjöldi
13 milljónir. Um 77 af hundraði eru múslimar.

Heimur í hnotskurn: Saudí Arabía

Lega
Austurlönd nær. Á landamæri að Yemen í suðri, Óman í suðri og austri, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Qatar í austri, en Kúwait, Írak og Jórdaníu í norðri.

Stærð
1.960.582 km2 (Næstum því 20 sinnum stærra en Ísland)

Loftslag
Úrkoma lítil. Mikill munur getur orðið á hita og kulda. Sandstormar algengir.

Mannfjöldi
22.757.092 (júlí 2001)

Þjóðflokkar
Arabar 90%, en 10% af afrískum eða asískum uppruna

Trúarbrögð
Wahabítar 90%, Sjíta-múslímar 10%

Höfuðborg
Rijadh

Fáni
pk-lgflag2

Heimur í hnotskurn: Líbería

Lega
Vesturströnd Afríku. Landamæri liggja að Sierra Leone, Gíneu og Fílabeinsströndinni.

Stærð
Rúmlega 111 þúsund ferkílómetrar (örlítið stærra en Ísland)

Loftslag
Í Líberíu er hitabeltisloftslag og mikill raki einkum á regntímunum í júní og júlí og október og nóvember. Meðal úrkoman er rúmlega 2.200 mm á ári inni í landi, en 5.200 mm við ströndina. Meðalhitinn í höfuðborginni Monróvíu er 26°C í janúar, en 24°C í júlí.

Mannfjöldi
um 3,3 milljónir (júlí 2003)

Þjóðflokkar
95% frumbyggjar (Kpelle, Bassa, Gio, Kru o.fl.) 5% afkomendur leysingja sem fluttir voru frá Bandaríkjunum og Karabíska hafinu á sínum tíma.

Trúarbrögð
Mikill meirihluti Líberíumanna aðhyllist þau afrísku trúarbrögð sem þar hafa verið við lýði um aldir. Nær 30% eru kristnir, flestir þeirra mótmælendur. Um 16% eru múslimar.

Tungumál
Um 20% tala ensku (sem er opinbert mál). Hinir tala ýmis afrísk mál.

Höfuðborg
Monróvía

Fáni
Eins og sjá má er bandaríski fáninn fyrirmyndin að þeim líberíska, en stjarnan í þeim síðarnefnda er bara ein

Heimur í hnotskurn: Fílabeinsströndin

Lega
Vesturströnd Afríku. Fílabeinsströndin liggur við Gíneu-flóa og á landamæri að Líberíu, Gíneu, Malí, Burkina Faso og Ghana.

Stærð
Rúmlega 322 þúsund ferkílómetrar (rúmlega þrisvar sinnum stærri en Ísland)

Loftslag
Hitabeltisloftslag. Í strandhéruðum og um miðbik landsins eru venjulega þurrkar frá desember og fram í maí og aftur frá júlí og fram í október og þess á milli rignir mikið. Í norðurhéruðunum er hins vegar þurrt frá nóvember og fram í maí, en regntími frá júní til október. Hitastig í stærstu borginni Abidjan er á bilinu 22 til 32 stig allt árið.

Mannfjöldi
17 milljónir (júlí 2003)

Þjóðflokkar
Um 42% landsmanna eru Akan-menn (helmingur þeirra Baoulé-menn). Aðrir fjölmennir ættflokkar eru Agni, Bété, Malinké, Dan og Senoufo.

Trúarbrögð
Talið er að 35-40% landsmanna séu múslimar (sumar heimildir segja allt að sextíu prósent), 20-30% kristnir og 25-40% aðhyllist forn trúarbrögð Afríkumanna.

Tungumál
Franska er opinbert tungumál, en alls eru töluð um sextíu tungumál í landinu og er Dioula þeirra útbreiddast.

Höfuðborg
Yamousoukro

Fáni
Fáni Fílabeinsstrandarinnar er svipaður þeim franska að formi til, en litir að sjálfsögðu öðruvísi

Heimur í hnotskurn: Eþíópía

Lega
Austur-Afríka, vestan við Sómalíu.

Stærð
1.127.127 km2 (rúmlega 11 sinnum stærra en Ísland)

Loftslag
Monsún-hitabelti, loftslag breytilegt eftir landsvæðum. 

Mannfjöldi
65.891.874 (júlí 2001)

Þjóðflokkar
Oromo 40%, Amhara og Tigre 32%, Sidamo 9%, Shankella 6%, Somali 6%, Afar 4%, Gurage 2%, aðrir 1%

Trúarbrögð
Múslimar 45%-50%, eþíópíska rétttrúnaðarkirkjan 35%-40%, andatrúarmenn (animist) 12%, aðrir 3%-8%.

Tungumál
Amharíska, Tigrinya, Oromigna, Guaragigna, Somali, arabíska, önnur staðbundin mál, enska (helsta erlenda málið sem kennt er í skólum)

Höfuðborg
Addis Ababa

Fáni

Heimur í hnotskurn: Írak

Lega
Mið-Austurlönd. Landið liggur við Persaflóa og á landamæri að Kuwait og Saudi Arabíu í suðri, Jórdaníu og Sýrlandi í vestri, Tyrklandi í norðri og Íran í austri.

Stærð
437.072 km2 (rúmlega 4 sinnum stærra en Ísland)

Loftslag
Á sumrin er heitt og þurrt, en veturnir eru oftast fremur mildir. Þó verður oft kalt og snjóþungt í fjöllum í Kúrdahéruðunum í norðurhluta landsins. Þegar snjórinn þar bráðnar á vorin verða oft mikil flóð. Flóð og sandstormar eru helstu nátttúruhamfarir sem Írakar þurfa að glíma við. 

Mannfjöldi
23.331.985 (júlí 2001)

Þjóðflokkar
75% til 80 % landsmanna eru arabískir, 15% til 20% Kúrdar, en aðrir minnihlutahópar af sýrlenskum eða tyrkneskum uppruna eru innan við 5%.

Trúarbrögð
Um 97% landsmanna eru múslimar (60% til 65% sjíta-múslimar, 32% til 37% sunnimúslimar), kristnir menn eða fólk af öðrum trúarbrögðum er innan við 3% landsmanna.

Tungumál
Arabíska er opinbert mál í Írak, en Kúrdar í norðurhéruðunum tala sitt eigið mál og telst það opinbert á þeirra svæði.

Höfuðborg
Bagdad

Fáni

Heimur í hnotskurn: Afganistan

Lega
Suður-Asía, norður og vestur af Pakistan, í austur frá Íran. Túrkmenistan, Úsbekistan og Tadjíkistan eiga landamæri að Afganistan í norðri, en Kína í austri.

Stærð
647,500 km2 (rúmlega 6 sinnum stærra en Ísland)

Loftslag
Þurrt; kaldir vetur og heit sumur.

Mannfjöldi
26.813.057 (júlí 2001)

Þjóðflokkar
Pashtun 38%, Tajik 25%, Hazara 19%, minni þjóðarbrot (Aimaks, Turkmen, Baloch, og aðrir) 12%, Úsbekar 6%

Trúarbrögð
Sunni Muslimar 84%, Shi'a Muslimar 15%, aðrir 1%

Tungumál
Pashtu 35%, Afgan persneska (Dari) 50%, Tyrknesk tungumál (aðallega Uzbek og Turkmen) 11%, 30 önnur minni tungumál (aðallega Balochi og Pashai) 4%, mikið um tvítyngi.

Höfuðborg
Kabúl

Fáni

Heimur í hnotskurn: Pakistan

Lega
Suður-Asía, norður og vestur af Pakistan, í austur frá Íran. Túrkmenistan, Úsbekistan og Tadjíkistan eiga landamæri að Afganistan í norðri, en Kína í austri

Stærð
647,500 km2 (rúmlega 6 sinnum stærra en Ísland)

Loftslag
Þurrt; kaldir vetur og heit sumur.

Mannfjöldi
26.813.057 (Júlí 2001)

Þjóðflokkar
Pashtun 38%, Tajik 25%, Hazara 19%, minni þjóðarbrot (Aimaks, Turkmen, Baloch, og aðrir) 12%, Úsbekar 6%

Trúarbrögð
Sunni múslimar 84%, Shi'a múslimar 15%, aðrir 1%

Tungumál
Pashtu 35%, Afgan persneska (Dari) 50%, Tyrknesk tungumál (aðallega Uzbek og Turkmen) 11%, 30 önnur minni tungumál (aðallega Balochi og Pashai) 4%, mikið um tvítyngi

Höfuðborg
Islamabad

Fáni
pk-lgflag2

LANDAFRÆÐI

Í landafræði bjóðum við upp á efni um Ísland og valin lönd. Hér má m. a. finna vandaðar glósur Halldórs Ívarssonar sem útbúnar voru sem grunnur fyrir samræmt póf og standa enn fyrir sínu. Samtals telja þær um 90 blaðsíður. Samfara þeim boðið upp á vinnubækur í landafræði með góðum lausnum. Þá vekjum við athygli á efnisflokknum Heimur í hnotskurn þar sem fjallað er um valin lönd á áhugaverðum hátt. Efnið um Ísland er tvíþætt. Annars vegar er það sígilt efni eftir þá Þorvald Thoroddsen og séra Jón Norðmann sem gott getur verið að skoða þegar litið er til fortíðarinnar. Hins vegar er um að ræða efni sem tekur fyrir sögufræga staði og bæði hægt að nálgast upplesið á vefsíðu eða í sérútbúinni prentútgáfu með verkefnum. Hentar það vel sem ítarefni. 

Síður

Subscribe to RSS - Landafræði