Landafræði

Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.

Landafræði

Í landafræði bjóðum við upp á efni um Ísland og valin lönd. Hér má m. a. finna vandaðar glósur Halldórs Ívarssonar sem útbúnar voru sem grunnur fyrir samræmt póf og standa enn fyrir sínu. Samtals telja þær um 90 blaðsíður. Samfara þeim boðið upp á vinnubækur í landafræði með góðum lausnum. Þá vekjum við athygli á efnisflokknum Heimur í hnotskurn þar sem fjallað er um valin lönd á áhugaverðum hátt. Efnið um Ísland er tvíþætt. Annars vegar er það sígilt efni eftir þá Þorvald Thoroddsen og séra Jón Norðmann sem gott getur verið að skoða þegar litið er til fortíðarinnar.

Grímseyjarlýsing eftir séra Jón Norðmann

Áhugavert efni um Ísland sem byggir á Grímseyjarlýsingu séra Jóns Norðmanns frá því um 1850, en hann var prestur þar frá 1846-1849. Er hér um ómetanlega heimild að ræða og ekki bara um Grímsey ef út í það er farið, því hún endurspeglar um margt almenn viðhorf og líf fólks á Íslandi á þeim tíma.

Lýsing Íslands

Er hér um sígilt öndvegisrit að ræða sem þrátt fyrir að koma fyrst út árið 1881 býr yfir miklum og gagnlegum fróðleik sem margur á enn við í dag. Þegar Lýsing Íslands kom fyrst út árið 1881 þótti um tímamótaverk að ræða, en verkið tók Þorvald margra ára rannsóknir oft við erfiðar aðstæður.

Á leið um landið: Forsíða

Hér er sagt frá völdum stöðum á Íslandi, minnisvörðum, söfnum, kirkjum og öðru merkilegu sem allir ættu að hafa bæði gagn og gaman af að kynnast á leið sinni um landið.

Síður