Þroskatíð kristninnar

Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.

Vefslóð

Lýsing

Þetta skemmtilega námsefni í Íslandssögu tekur fyrir tímabilið skömmu fyrir kristnitöku árið 1000 til ársins 1262 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Við beinum sjónum okkar að kristninni og áhrifum hennar, sem voru mjög víðtæk og röskuðu með tímanum öllu valdajafnvægi sem áður hafði verið. Í öðru lagi ætlum við að skoða líf höfðingja á þessum tíma og höfum valið Snorra Sturluson til þess að vera dæmi um slíkan veraldarhöfðingja. Samhliða þessu munum við reyna að skoða helstu siði, atburði og nýjungar sem áttu sér stað á tímabilinu. Að lokum ætlum við að skoða þau átök sem leiddu til þess að landið lenti undir Noregskonung og hvað var að gerast úti í hinum stóra heimi meðan Íslendingar miðalda voru að spinna sinn örlagavef. Efnið er sniðið að þörfum 6. bekkjar grunnskóla, skemmtilega uppsett, myndskreytt og með góðum verkefnum.