Hans Christian Andersen - æviágrip

Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.

Vefslóð

Lýsing

Danski rithöfundurinn H.C. Andersen er í dag þekktur sem eitt mesta sagnaskáld allra tíma og hafa ævintýri hans verið þýdd á ótal tungumál og auðgað líf barna út um allan heim og veitt þeim gleði. En Andersen skáldaði ekki einungis upp ævintýri á prenti, því óhætt er að segja að ævi hans hafi verið eitt samfellt ævintýri. Hvernig hann sem fátækur alþýðudrengur, einn og umkomulaus, braust áfram, með vonina eina í farteskinu, til hæstu metorða er kannski mesta ævintýrið af þeim öllum og sýnir svo ekki verður um villst að ævintýrin gerast enn.