Saga

Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.

The Story of the Romans

Grunnur þessa glæsilega efnis er The Story of the Romans eftir H.A. Guerber. Efnistökin eru skemmtileg en sagan rekur sögu Rómaveldis frá upphafi og fram til ársins 476 þegar vestur-rómverska ríkið leið undir lok. Þar er sagt frá persónum á borð við Rómúlusi og Remusi, Sesari, Síseró, Arkimedesi, ofl. Hugmyndin með efninu er fyrst og fremst að auka almennan lesskilning og orðaforða.

Fólk í sögunni: Alexander „mikli“

Alexander „mikli“

356–323 f.Kr.

keisari

Molar í lífi Alexanders „mikla“

356 f.Kr.
Fæddist í borginni Pella í Makedóníu.

343 f.Kr.
Hefur nám í Aþenu hjá Aristótelesi.

338 f.Kr.
Sendiherra föður síns í Aþenu.

336 f.Kr.
Verður konungur Makedóníu.

334 f.Kr.
Heldur í leiðangur gegn Persum.

323 f.Kr.
Veikist af malaríu í Babýlon og deyr.

Snorri Sturluson og Sturlungaöldin

Þegar líður að lokum 12. aldar fara flokkadrættir miklir að verða í landinu. Stærstu ættirnar fara að láta meira til sín taka og seilast til aukinna valda. Upp úr 1220 magnast átökin verulega og þá má segja að hin eiginlega Sturlungaöld hefjist. Henni lýkur svo fjörtíu árum síðar með því að Íslendingar sverja Hákoni Hákonarsyni Noregskonungi hollustueið. Er sagan af þessum átökum vel kunn og eigum við það fyrst og fremst að þakka Sturlu Þórðarsyni sagnaritara, sem skráði sögu þessara átaka í tímaröð af mikilli natni í Íslendingasögu sína. Sturla sjálfur var af ætt Sturlunga og tekur oft beinan þátt í þeim átökum sem áttu sér stað. Hann er t.a.m. staddur með Sturlu frænda sínum á Örlygsstöðum þegar þeir feðgar, Sturla og Sighvatur faðir hans falla fyrir þeim Gissuri Þorvaldssyni og Kolbeini unga.

Er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þessum skyldleika Sturlu við atburðarásina þegar atburðir þeir sem hann lýsir eru skoðaðir, en miðað við aðrar heimildir frá þessum tíma virðist sem hann segi satt og rétt frá flestu og dragi ekki taum sinna ættmenna nema síður sé.

Sölvi Helgason

Sölvi Helgason Guðmundsen Sólon Sókrates Húmbolt Philomates Voltaire Hegel  Newton Beethoven Göthe Spinoza eins og hann átti til að kalla sig, var listamaður í þrengstu merkingu þess orðs. Verk hans bera óþrjótandi sköpunarþrá hans vitni og eins og margir aðrir listamenn á fyrri tíð var hann fjölþreifinn við listagyðjuna og  stundaði allt í senn myndlist, heimspeki, ljóðagerð og eflaust hefur hann verið  talsverður sagnamaður líka og flutt fólki lifandi orðsins list á ferðum sínum um  landið. 

En hvað er það sem gerir Sölva Helgason að áhugaverðu rannsóknarefni fyrir okkur í dag og hvernig getur maður eins og hann varpað ljósi á þennan tíma í Íslandssögunni? Oft er það þannig að til þess að fá séð eitthvað í réttu ljósi, þá þurfum við að skoða andstæðu þess og hvað sem segja má um Sölva Helgason þá fylgdi hann öðrum straumi en flest samtíðarfólk hans. Á tímum hafta og reglna reis hann upp gegn samtíð sinni, til að fylgja eigin þrám og væntingum og þrátt fyrir hörð viðbrögð og óbilgirni yfirvalda var hann trúr sinni sannfæringu allt til loka. 

Eflaust hafa flestir samtímamenn hans séð hann sem iðjulausan flakkara og þjóf sem nennti ekki og vildi ekki ganga að störfum venjulegs fólks á þeim tíma. Hrokagikkur sem neitaði að axla þá ábyrgð sem stétt og staða hans krafðist af honum, en sagan hefur dæmt á annan veg. Sölvi var maður sem var langt á undan samtíð sinni í hugsun, breytni og viðfangsefnum og verk þau er hann lét eftir sig eru góður vitnisburður um sannan listamann sem lætur ekki óblíð örlög buga sig.

 

Ítarefni

Við verk þetta var aðallega stuðst við bók Jóns Óskars, Sölvi Helgason listamaður á hrakningi, og er rétt að benda áhugasömum á hana. Þá skrifaði Davíð Stefánsson skáldsögu sem hann byggði að hluta á ævi Sölva og ber nafnið Sólon Islandus.

Íslensk þjóðfræði II: Sumarvinna frá fráfærum til sláttar

Efnið er unnið upp úr þjóðháttum Jónasar frá Hrafnagili. Kaflaheitin í fyrra heftinu eru: Túnvinna, sauðburður, rúning, fráfærur og önnur verk. Seinna heftið fjallar svo um smalaferðir, sel, grasvinnu og fl. Þetta er efni sem hentar nemendum alveg frá 4.–5. bekk og upp úr. Mikilvægt efni til að tengja inn í fortíðina. Verkefni og svör fylgja.

Íslensk þjóðfræði I: Störf að vori

Efnið er unnið upp úr þjóðháttum Jónasar frá Hrafnagili. Kaflaheitin í fyrra heftinu eru: Túnvinna, sauðburður, rúning, fráfærur og önnur verk. Seinna heftið fjallar svo um smalaferðir, sel, grasvinnu og fl. Þetta er efni sem hentar nemendum alveg frá 4.–5. bekk og upp úr. Mikilvægt efni til að tengja inn í fortíðina. Verkefni og svör fylgja.

Síður