Saga | skolavefurinn.is

Saga

Heimastjórnin - Saga heimastjórnarinnar

Hér er á ferðinni heildstætt námsefni um sögu sem tekur fyrir tímabilið frá aldamótunum 1800 og fram að því að Íslendingar öðluðust svonefnda heimastjórn.  Margskipt efni sem unnið er útfrá markmiðum aðalnámskrár í sögu fyrir 8.–10. bekk.

Heimastjórnin

Hér er á ferðinni heildstætt námsefni um sögu sem tekur fyrir tímabilið frá aldamótunum 1800 og fram að því að Íslendingar öðluðust svonefnda heimastjórn.  Margskipt efni sem unnið er útfrá markmiðum aðalnámskrár í sögu fyrir 8. – 10. bekk.

Lesbretti - Spjaldtölvur

Að undanförnu hafa átt sér miklar umræður um notkun spjaldtölva í námi sem er gott því enginn efast um að slík tæki eigi eftir að hafa mikil áhrif með tíð og tíma, þótt enn sé deilt um með hvaða hætti.  Að sama skapi hefur umræða um lesbretti ekki farið jafn hátt og er það með ólíkindum, því á margan hátt, væri sú umræða mun nært&ae

The Story of the Romans

Umgjörðin utan um efnið er sagnfræðileg, en það er sagan The Story of the Romans eftir H. A. Guerber, þannig að hér sameinum við nám í ensku við nám í sögu. Efnið er fyrst og fremst hugsað fyrir 5.-7. bekk, en getur nýst vel eldri bekkjum allt eftir því hvar menn eru staddir.

Verkalýðsdagurinn 1. maí

1. maí er alþjóðlegur baráttudagur verkamanna, en það hefur ekki alltaf verið svo. Það var í raun ekki fyrr en árið 1889 að þessi dagur varð helgaður verkamönnum og á Íslandi fóru menn ekki að halda upp á hann fyrr en mun síðar. Hér er á ferðinni stuttur leskafli með verkefnum um sögu þessa dags fyrr og nú. Tillögur að svörum fylgja.

Þóra Melsted

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Ein af þeim konum sem settu sterkan svip á 19. öldina var Þóra Melsted. Faðir hennar Grímur amtmaður starfaði lengi í Danmörku og því hlaut hún menntun sína þar. Þegar hún settist að á Íslandi rann henni til rifja það tómlæti sem menntun kvenna var sýnd og vildi bæta úr því. Fyrsta tilraun hennar í þá átt var vísir að kvennaskóla árið 1851, en það átak lifði einungis í tvö ár.

Þorvaldur Thoroddsen

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Á 19. öld fóru Íslendingar að gefa landi sínu og náttúru þess meiri gaum en áður. Fram að því voru það einkum útlendir menn sem stunduðu skipulegar náttúrufræðirannsóknir hér á landi, en þó höfðu þeir Eggert Ólafsson og Sveinn Pálsson lagt sitt af mörkum er þeir ferðuðust um landið á árunum 1752-1757. Þá vann Björn Gunnlaugsson um miðja 19. öld þarft og mikið starf við landmælingar og dró upp betri kort en áður hafði þekkst af landinu.

Tryggvi Gunnarsson

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Einn af máttarstólpum íslensku þjóðarinnar við lok 19. aldar og upphaf þeirrar tuttugustu var Tryggvi Gunnarsson. Á tímum þegar Ísland var að vakna til lífs úr þeim doða og þeim fjötrum sem það hafði verið í um langan tíma svaraði hann kalli nýrra tíma og með óbilandi hugrekki og hugsjón hjálpaði hann Íslendingum að stíga inn í nútímann.

Oddur Einarsson biskup

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar. Oddur Einarsson var biskup í Skálholti 1589-1630.

Konráð Gíslason prófessor

Í liðnum Fólk í sögunni vekjum við athygli á einstaklingum sem á einhvern hátt sköruðu fram úr eða settu mark sitt á sögu sinnar samtíðar.

Síður

Subscribe to RSS - Saga