Stærðfræðiskýringar Skólavefsins

Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.

Hér getið þið nálgast skýringabanka í stærðfræði þar sem farið er yfir öll helstu atriði stærðfræðinnar úr efstu bekkjum grunnskólans og upp í fyrstu áfanga framhaldsskólans. Eru skýringarnar settar fram í stuttum myndböndum þar sem hönd sýnir hvernig á að reikna samkvæmt viðkomandi aðferð. Yfirflokkarnir í þessum lið eru:

1. Tölur
2. Hlutföll og prósentur
3. Bókstafareikningur
4. Jöfnur og jöfnuhneppi
5. Rúmfræði
6. Tölfræði og líkindi
7. Mengi
8. Annars stigs jöfnur

Segja má að hér sé um skemmtilega nýjung að ræða sem kennarar og nemendur geta nýtt sér jöfnum höndum og felur það í sér að hægt er að skoða skýringarnar aftur og aftur þangað til fullur skilningur hefur náðst. Samhliða skýringunum er svo boðið upp á léttar æfingar til að vinna nánar með útskýringarnar og festa skilninginn inni. Efnið er unnið af stærðfræðingunum Önnu Hrund Másdóttur og Grétari Amazeen.

 

Image

Tengill

Námsgreinar