CLOSE ✕
Get in Touch
Thank you for your interest! Please fill out the form below if you would like to work together.

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form

Enskur lesskilningur

English Reading Comprehension

Enskur lesskilningur (English Reading comprehension) samanstendur nú af þremur bókum, 1, 2 og 3 sem bæði er hægt að vinna gagnvirkt alla leið eða prenta út. Þar einbeitum við okkur að lesskilningi í ensku.

Um efnið

Prentútgáfan samanstendur af textum með opnum spurningum og fjölvalsspurningum. Geta kennarar og nemendur valið að nota aðra hvora spurningagerðina eða báðar. Þau orð sem skýrð eru út á vefnum eru auðkennd með
undirstrikun.

Í vefútfáfunni er boðið upp á orðskýringar og fjölvalsspurningar. Orðskýringarnar eru þannig útbúnar að nemandinn færir bendilinn yfir valin orð sem eru undirstrikuð og þá birtist skýring á orðinu. Mjög góð eftirgjöf fylgir fjölvalsspurningunum þar sem kemur fram einkunn og hvaða svör voru röng og hver voru réttu svörin. Allir textarnir eru upplesnir.

Já, hér er á ferðinni nýtt og vandað efni sem getur annað hvort hentað sem námsefni inní bekkjum eða sem leið fyrir einstaklinga að bæta sig í ensku. Textarnir eru stuttir og mjög aðgengilegir.

Flokkunin í stig miðast einkum við lengd textanna og geta innan hvers stig verið bæði léttir og þyngri textar. Það er gert til að nemendur geti valið texta sem hæfa þeim innan hvers stigs.

Nýir textar bætast við reglulega

FlettibókTil útprentunar (pdf)