Valmynd

Valmynd

Hér er á ferðinni stórt safn af málfræðireglum og gagnvirkum æfingum til þjálfunar í ensku.

Til útprentunar

Hér er hægt að sækja skjalið til útprentunar (pdf).

smelltu hér

Flettibok

Hér er hægt að sækja flettibókina.

smelltu hér

Málfræði reglur og æfingar

Smelltu hér fyrir vefútgáfu.

smelltu hér

Lausnir

smelltu hér

Lausnir

Sendið beiðni um lausnir á skolavefurinn@skolavefurinn.is

1. Óákveðinn greinir (1)

Óákveðni greinirinn í ensku er:  a og an

Óákveðinn greinir = a  á undan samhljóða (í framburði):

Óákveðinn greinir er ekki til í íslensku, en hann er settur fyrir framan nafnorð í eintölu sem eru óákveðin,  þ.e. nafnorð sem taka ekki ákveðinn greini. 

Dæmi:

Óákveðið 

appelsína (an orange)

epli (an apple)

barn (a child)

 

Ákveðið

appelsínan (the  orange)

eplið (the apple)

barn (the child)

Æfing 1.

2. Óákveðinn greinir (2)

Óákveðinn greinir  =  An  á undan sérhljóða og þá er það framburður sem ræður, ekki stafsetning.

Reglan er sem sagt sú að þegar við setjum óákveðinn greini fyrir framan orð sem hefst á samhljóða, þá setjum við a, en þegar við setjum hann á undan orðum sem hefjast á sérhljóða, þá setjum við an.

Dæmi:

Óákveðið 

appelsína (an orange)

epli (an apple)

barn (a child)

 

Ákveðið 

appelsínan (the  orange)

eplið (the apple)

barn (the child)

Æfing 2.

3. Óákveðinn greinir (3)

Ef orðið hefst á sérhljóða, sem er borinn fram sem samhljóði notum við a.

Dæmi: 

A young boy  - A useful man  - (hér er notað a af því að young og useful er borið fram með samhljóða: (“jong” og “júsfúl”)

4. Óákveðinn greinir (4)

Þegar orð byrjar á h getur verið álitamál hvort nota á a eða an.  Það fer eftir því hvort h-ið er hljóðlaust eða borið fram.

Dæmi: 

A hairy guy (hér heyrist h í framburði).

I´ll be there in an hour  (hér er h-ið í hour hljóðlaust í framburði).

An honest woman (hér er h-ið í honest hljóðlaust í framburði).

Æfing 3. 

Æfing 4.

Æfing 5.

5. Ákveðinn greinir (1)

Ákveðinn greinir í ensku er THE.  Hann er eins í eintölu og fleirtölu.

THE er notað ef átt er við einhvern sérstakan hlut, einn eða fleiri.

Shut the door! – What´s the time? – I´m in the kitchen….

The er notað á undan raðtölum eins og first, second, third….

I live on the tenth floor…..

The er notað fyrir framan efsta stig lýsingarorða:

I´m the best of all – She´s the most important girl in the school…

The er notað með heitum á hljóðfærum:

Do you play the guitar? No, but I can play the piano…..

The er notað fyrir framan nöfn á ám, eyjaklösum, höfum, fjallgörðum og með sumum landaheitum:

The Mediterranean, the Atlantic, The USA, the Nile…..

Æfing 6.

6. Ákveðinn greinir (2)

Á undan samhljóða er framburðurinn á ákveðna greininum (the) “ðe” en á undan sérhljóða er sagt “ðí”

The boy, the boys. The woman, the women.   

(Drengurinn, drengirnir, konan, konurnar).

 

Ákveðinn og óákveðinn greinir er EKKI notaður með:

 

Hugmyndaheitum þegar verið er að tala almennt um hugmyndina:

            Life is beautiful. Art is forever. Death is the final stage of life.

            History repeats itself. He didn´t like art. I have never been in love.

Ef notaður er greinir verður merkingin önnur:

C:\Users\ingolfur\Pictures\2015\enska\tea.jpg

The life of my dogs.  The death of my wife.

The art of love = listin að elska.

The history of Iceland.

Æfing 7.

7. Ákveðinn greinir (3)

1.  Ákveðinn og óákveðinn greinir er EKKI notaður með orðum sem tákna tegund eða efni:

·      Iron is cheaper than gold.

·      Ice is made of frozen water.

·      Bread goes best with butter.

·          

Hins vegar: The bread I bought for you. Pass me the butter (réttu mér smjörið).

 

2.  Ákveðinn og óákveðinn greinir er EKKI notaður með árstíðum:

·      Winter is cold, summer is warm, spring is cool, in autumn the leaves start falling.

 

En hins vegar: in the summer of 1969, in the winter of our discontent.

 

3.  Ákveðinn og óákveðinn greinir er EKKI notaður með nöfnum yfir máltíðir:

Dinner is served.  Is breakfast included in the price?

Hins vegar:

The lunch we had together yesterday = Hádegisverðurinn sem við snæddum saman í gær.

Æfing 8.

8. Ákveðinn greinir (4)

Ákveðinn greinir er EKKI notaður með máltíðum, daga- eða mánaðaheitum, litaheitum, íþróttagreinum, götuheitum, stórhátíðum:

·      When are you having lunch? Will you be coming on Thursday? I´ll be back in January.  I like blue better than green.  Do you like football? No, I only like baseball.  The best shopping is done in Oxford Street.  Will you be home for Christmas?

 

THE kemur ekki á undna ÓTELJANLEGUM (ALMENNUM) NAFNORÐUM með almenna skírskotun:

·      I think history is fun. I don´t find geography interesting.  Bill doesn´t like meat. I love music. Life is short. War is evil.

 

(EN takið eftir; the life of the fly is short. Hér er greinir því átt er við þetta eina ákveðna líf flugunnar og svo The First World War ended in 1918)

School, church, prison eru án greinis nema átt sé við sjálfa bygginguna sem hýsir starfsemina.

Æfing 9.

9. Fleirtala nafnorða (1)

Oftast er fleirtala nafnorða búin til með því að bæta s aftan við orðið:

Sister = sisters,  mother = mothers,  car = cars

Ef orðið endar á –s –sh –ch –x er bætt við es (borið fram -iz) aftan við orðið:

Bus = buses    dish = dishes  church = churches   box = boxes

Á eftir orðum sem enda á –o er líka stundum bætt við –es:

Cargo = cargoes (farmar)     potato = potatoes     hero = heroes

Í nafnorðum þar sem samhljóði kemur á undan y í eintölu breytist y í einfalt i í fleirtölu og BÆTIR við sig –es:

A cry = cries               a lady = ladies            a fly = flies (flugur)

Nokkur orð sem enda á –f eða –fe í eintölu breyta  því í v í fleirtölu og BÆTA síðan við sig –es :

A Calf = calves  a knife = knives  a wife = wives  a leaf = leaves

a wolf = wolves    a half = halves (helmingar)   a thief = thieves a life = lives     a shelf = shelves (hillur)

Æfing 10.

10. Fleirtala nafnorða (2)

Nokkur nafnorð hafa óreglulega fleirtölu:    

A Child = children (börn)

a louse = lice (lýs)

a sheep = sheep (kindur)

a foot = feet (fætur)

a mouse = mice (mýs)

a goose = geese (gæsir)

an ox = oxen (uxar)

Til athugunar:

Sum orð eru eingöngu notuð í fleirtölu:

Trousers, jeans, shorts, tights, pyjamas = (allt buxur af einhverju tagi).

 

Sum orð sem enda á –s eru samt eintöluorð:

Mathematics, physics, economics, athletics (fimleikar), news (fréttir)

Með orðinu Police er alltaf notuð sögn í fleirtölu: “The police are here”.

Æfing 11.

11. Regluleg stigbreyting lýsingarorða

Flest lýsingarorð sem eru eitt atkvæði og sum tveggja atkvæða orð mynda miðstig með því að bæta –er eða –r við frumstigið.

Long (langur) = longer     big = bigger          sick = sicker

Strong (sterkur) = stronger     short = shorter     noble = nobler

Efstastig er búið til með því að bæta –est eða –st við frumstigið:

Long – longer = longest     big – bigger = biggest     sick – sicker = sickest

Strong – stronger = strongest         short –shorter =shortest    noble – nobler = noblest

Ef lýsingarorð endar á y breytist það í einfalt i í miðstigi og efsta stigi:

(ef samhljóði fer á undan y)

happy – happier – happiest      *  lazy – lazier – laziest

 

Hins vegar: gay – gayer – gayest.

Flest tveggja atkvæða lýsingarorð og lengri búa til miðstig með more

og efsta stig með most:  

Beautiful – more beautiful – most beautiful

Æfing 12 a.

Æfing 12 b.

12. Óregluleg stigbreyting lýsingarorða

Þessi orð hafa óreglulega stigbreytingu:

Bad – worse – worst = vondur, verri, verstur.

Far – farther (further) – farthest (furthest) = fjarlægur, fjarlægari, fjarlægastur.

Good – better – best = góður, betri, bestur. 

Ill – worse – worst = vondur, verri, verstur.

Late – later (latter) – latest (last) = seinn, seinni (sá síðarnefndi), seinastur (síðastur).

Little – less – least = lítill, minni, minnstur.

Many – more – most = margir, fleiri, flestir.

Much – more – most  = mikið, meira, mest.

Near – nearer, nearest (next) = nálægur, nálægari, nálægastur (næstur).

Old – older – oldest = gamall, eldri, elstur.

 

Til athugunar:

Last þýðir síðastur, latest þýðir nýjastur. “The latest news”

Next er notað um þann næsta í röðinni, next Monday, nearest er notað um þann sem stendur næst í rúmi: “The nearest shop is in the next street”.

Elder og eldest er iðulega haft þegar gera á aldursmun á skyldum: “my elder brother”.

Farther  er notað í eiginlegri merkingu: “the farther end of town”.

Further er notað huglægt : “Have you got anything further to declare?”

Few  = fáir.

A few = fáeinir.

Æfing 13 a.

Æfing 13 b.

Æfing 14.

13. Samanburður - as... as...

Þegar sagt er að eitthvað sé jafn stórt eða lítið og eitthvað annað er notað orðasambandið as...as. John isn´t as rich as I am = Jón er ekki jafn ríkur og ég.

Á eftir as eru venjulega notuð persónufornöfnin me, him, her, them, us ef engin sögn er notuð: John isn´t as good a driver as me, him, her, them, us.

(Athugið þó að málfræðilega er réttara að segja: as good as I, he, she, they, we.)

Æfing 15.

Hafðu í huga í æfingunni:
Kommann sem er notuð í eignarfalli er komman sem er við hliðina á stafnum ’æ’ á lyklaborðinu.

14. Good eða well?

Good er lýsingarorð og fylgir nafnorði en well er atviksorð og fylgir sögn.

Dæmi: 

Helen is a good dancer.

Helen dances well.

 

Stundum er well samt notað sem lýsingarorð en aðeins í merkingunni að vera við góða heilsu: How´s your dog today? Thank you, he is very well.

Well er oft notað með með lýsingarhætti þátíðar: He´s a well-known clown, his wife is a well-educated nurse.

Æfing 16.

15. - 3. persónu s

Þegar sögn er í þriðju persónu eintölu, það er þegar fornöfnin HE, SHE og IT eru notuð á undan sögn í eintölu, BÆTIST –s aftan á sögnina.

 

I laugh = she laughs              I love = he loves             I run = it runs

 

Þegar sögn er í þriðju persónu eintölu, það er þegar fornöfnin HE, SHE og IT eru notuð á undan sögn BREYTIST sögnin ef hún endar á y með undanfarandi samhljóða, Y verður að einföldu i og bætir við sig -es:

 

I try = he tries            I fly = she flies            I cry = it cries

I hurry = he hurries  I carry = she carries  I worry = she worries

 

Hinsvegar: I play = he plays breytir ekki y í einfalt i (af því að hér er sérhljóði á undan y).

Æfing 17.

Æfing 18.

Æfing 19.

16. Afturbeygð fornöfn (1)

     

eintala:

myself

yourself

himself/herself/itself

fleirtala:

ourselves

yourselves

themselves

 

Notkun:

I did it myself = ég gerði þetta sjálfur. (Notað til áherslu)

He was talking to himself = hann var að tala við sjálfan sig.

Help yourselves!

ATH: muninn á –selves og each other:

Manfred and John were staring at themselves (in the mirror) = voru að horfa á sjálfa sig.

Manfred and John were staring at each other = störðu hvor á annan.

Æfing 20.

17. Afturbeygð fornöfn (2)

EINTALA      

I = myself

you = yourself

he = himself

she = herself

it = itself

 

FLEIRTALA

we = ourselves

you (þið) yourselves

they (þeir, þær, þau) = themselves

Æfing 21.

18. Þátíð sagna (1) - Reglulegar sagnir

Þátið reglulegra sagna myndast með því að bæta d eða ed aftan við nafnháttinn. 

 

He watched television.  (to watch)

I walked to work yesterday.  (to walk)

Æfing 22.

19. Þátíð sagna (2) - Óreglulegar sagnir

Í ensku eins og öðrum tungumálum beygist fjöldi sagna óreglulega.  Er þá ekki hægt að styðjast við neina reglu, heldur verðum við bara að læra þær beygingar utanbókar.

 

Æfing 23.

20. Þátíð sagna (3)

Ef aðalsögn í enskri setningu er í þátíð verða aðrar sagnir í setningunni líka að vera í þátíð.

 

He claims (that) he knows him = He claimed (that) he knew him.

He says (that) he has never seen her = He said (that) he had never seen her.

Athugið að hjálparsagnirnar will, shall, can og may breytast á samsvarandi hátt og fá á sig þátíðarmyndina would, should, could og might.

She says (that) she will do it = she said (that) she would do it.

She thinks (that) she can do it = she thought (that) she could do it.

Æfing 24.

Æfing 25.

21. Þátíð sagna (4) - Samsett þátíð

Samsett þátíð er mynduð með hjálparsögninni TO BE og aðalsögnin síðan sett í lýsingarhátt nútíðar:

 

            I was speaking                     we were speaking

            you were speaking             you were speaking

            he/she was speaking          they were speaking.

 

Samsett þátíð er notuð um eitthvað sem var að gerast á ákveðnum tíma, atburðurinn var hafinn en honum var ekki lokið. Athugið að samsett þátíð er aldrei notuð ein og sér heldur í samhengi við einhvern annan atburð sem liðinn er.

I was speaking to my sister when the television caught fire.

While I was driving to work, I saw an ambulance.

Æfing 26.

22. Þátíð sagna (5) - Samsett/Einföld þátíð

Samsett þátíð (I was doing) og einföld þátíð (I did) eru oft notaðar í sömu setningu til að segja að eitthvað hafi verið að gerast á meðan annað gerðist.

While I was driving home I saw a house burn down.

John was singing a song when the phone rang.

Æfing 27.

23. Persónufornöfn

Persónur                                  Nefnifall  -  eintölu                   Aukaföll  -  eintölu

(1. persóna eintölu)                (ég)                                         me  (mig, mér)

(2. persóna eintölu)                you  (þú)                                    you  (þig, þér)

(3. persóna eintölu kk)           he (hann)                                   him  (hann, honum)

(3. persóna eintölu kvk)         she  (hún)                                  her  (hana, henni)

(3. persóna eintölu hk)           it  (það)                                     it  (það, því)

--

Persónur                                  Nefnifall  -  eintölu                   Aukaföll  -  eintölu

(1. persóna fleirtölu)             we  (við)                                      us  (okkur)

(2. persóna fleirtölu)             you  (þið)                                    you  (ykkur)

(3. persóna fleirtölu)             they (þeir, þær, þau)                  them  (þá, þær, þeim)

Æfing 28.

Hafðu í huga í æfingunni:
Kommann sem er notuð í eignarfalli er komman sem er við hliðina á stafnum ’æ’ á lyklaborðinu.

24. For eða since

Þegar notuð er núliðin tíð ( I have done, he has done) til þess að segja frá einhverju sem hófst í fortíðinni og stendur ennþá yfir, eru notaðar forsetningarnar for og since.

For er notað til þess að lýsa því hversu lengi eitthvað hefur staðið yfir.

Since er notað til þess að segja nákvæmlega frá því hvenær eitthvað byrjaði.

 

I have worked here for eight weeks.

He has worked in the office since December.

Æfing 29.

25. Ábendingarfornöfn

This = þessi hérna, notað um það sem er nálægt.

That = þessi þarna, notað um það sem er lengra í burtu.

This er these  í fleirtölu, these men.

That  er those í fleirtölu, those girls.

This woman is prettier than that girl at the next table.

These men are richer than those over there.

That er notað til að komast hjá því að endurtaka nafnorð sem hefur komið fyrir áður í setningu: The cars in Iceland are more expensive than those in Britain.

Those who = þeir sem. Those who claim they are rich are often lying.

 

Such  = slíkur er notað sem ábendingarfornafn: The patient was in such a bad shape that the doctors could not save him.

I never saw such horrible cats!

Æfing 30.

26. Eignarfall nafnorða

Eignarfall er oftast búið til með forsetningunni of:

The owner of the house      The pride of the lion The smell of the rose

 

Þegar verið er að tala um persónur og dýr er eignarfall oftast búið til með ´s (úrfellingarmerki fyrir framan s):

The boy´s father       a policeman´s hat       the dog´s master

 

Úrfellingarmerkið er sett fyrir aftan s  () til að búa til eignarfall fleirtölu:

The boys´ father = faðir drengjanna.         The sister mother = móðir systranna.

 

Ef nafnorð endar EKKI á –s í fleirtölu er notað ´s (úrfellingarmerki fyrir framan s):

The sheep´s shepherd                      the children´s stepfather

 

Eignarfalls –s kemur alltaf á seinasta orðið:

The Queen and King of England´s daughter = dóttir drottningarinnar og konungsins af Englandi.

Æfing 31.

Hafðu í huga í æfingunni:
Kommann sem er notuð í eignarfalli er komman sem er við hliðina á stafnum ’æ’ á lyklaborðinu.

27. Endaspurningar (question tags)

Endaspurningum er bætt aftan við fullyrðingu: It is a bad car, isn´t it?

Á eftir neikvæðri spurningu kemur jákvæð endaspurning: You don´t like her, do you?

Á eftir jákvæðri spurningu kemur neikvæð endaspurning: He is very clever, isn´t he?

Ath. á eftir let´s kemur endaspurningin shall we : let´s go for a ride, shall we?

Æfing 32.

Hafðu í huga í æfingunni:
Kommann sem er notuð í eignarfalli er komman sem er við hliðina á stafnum ’æ’ á lyklaborðinu.

Æfing 33.

28. Eignarfornöfn - óbundin

Eignarfornafn er sagt óbundið eða sjálfstætt ef það stendur ekki með nafnorði.

This car is mine         þetta er minn bíll

This car is yours        þetta er þinn bíll

This car is his             þetta er hans bíll

This car is hers          þetta er hennar bíll

 

This car is ours          þetta er okkar bíll

This car is yours        þetta er ykkar bíll

This car is theirs       þetta er þeirra bíll

Æfing 34.

29. Eignarfornöfn - bundin

Eignarfornöfn segja til um hverjum hlutirnir tilheyra. Eignarfornöfn sem standa með nafnorðum eru kölluð bundin eignarfornöfn eða ósjálfstæð eignarfornöfn. Þau geta aldrei staðið ein.

This is my car     þetta er bíllinn minn

This is your car              þetta er bíllinn þinn.

This is his car                 þetta er  bíllinn hans

This is her car                þetta er bíllinn hennar

 

This is the house and its owner. Þetta er húsið og eigandi þess.

This is our car                 þetta er bíllinn okkar

This is your car               þetta er bíllinn ykkar

This is their car              þetta er bíllinn þeirra

 

Athugið: í ensku er ekki notað fornafnið sinn, sín, sitt. Hafa verður það í huga við þýðingar úr ensku.

He read his books = hann las bækurnar sínar.

She came in her car = hún kom í bílnum sínum.

The girls forgot their dresses = stúlkurnar gleymdu kjólunum sínum.

 

Í ensku eru notuð eignarfornöfn um hina ýmsu líkamshluta mannsins. Það er aldrei gert í íslensku:

He shook his head = hann hristi höfuðið.

She shook her finger = hún hristi fingurinn.

The dog broke its leg = hundurinn braut á sér fótinn.

Æfing 35.

30. Should have - ought to have - (þátíð)

Should og ought to eru hjálparsagnir sem notaðar eru til að segja að einhverjum beri að gera eitthvað: 

You ought to visit your mother more often.

 

Þátíð þessara sagna er fengin með því að nota sögnina have og lýsingarhátt þátíðar af aðalsögninni: 

You should have visited your mother more often, þú hefðir átt að heimsækja móður þína oftar. You ought to have telephoned me yesterday.

Æfing 36 a.

Æfing 36 b.

31. To lie eða to lay

To lie þýðir að ligga og beygist :    lie, lay, have lain, lying

 

To lay þýðir að leggja (eitthvað):    lay, laid, have laid, laying

 

Og svo má ekki rugla þessum óreglulegu sögnum við reglulegu sögnina to lie sem þýðir að ljúga. Hún beygist   lie, lied, have lied, lying.

Æfing 37.

32. Þolmynd

Þolmynd er búin til með sögninni TO BE og lýsingarhætti þátíðar.

They broke into the house = The house was broken into (by them).

The fox ate the chickens = The chickens were eaten by the fox.

The teacher taught me to read = I was taught to read by the teacher.

She is preparing the meal now = The meal is being prepared now (by her).

They were constructing the house while I was there. = The house was being constructed while I was there.

They must finish the work tomorrow = The work must be finished tomorrow.

She can do her work alone = Her work can be done by her alone.

You have to do this tomorrow = This has to be done tomorrow

Æfing 38.

33. Núliðin tíð

Núliðin tíð fæst með því að nota sögnina TO HAVE og bæta við hana lýsingarhætti þátíðar.

 

            I                   have loved          we   have loved

            you              have loved          you  have loved

            he/she/it     has loved            they have loved

 

Lýsingarháttur þátíðar reglulegra sagna er nákvæmlega eins og þátíðin og endar alltaf á –ed (loved, smiled, hoped...).

Núliðin tíð er notuð til að lýsa atburði sem þegar hefur gerst:

I have walked this road before.

Núliðin tíð er líka notuð til þess að lýsa því sem oft hefur gerst áður:

I have seen this movie a hundred times.

Æfing 39.

34. Sagnir - lýsingarháttur nútíðar (ing setningar)

Sumar sagnir í ensku taka alltaf með sér lýsingarhátt nútíðar en ekki nafnhátt:

Þetta fyrirbrigði heitir gerund á ensku og þá er lýsingarhátturinn ígildi nafnorðs.

 

            Swimming is good exercise.

            He enjoys going to the movies.

 

Þessar sagnir taka alltaf með sér lýsingarhátt nútíðar (-ing):

Enjoy – mind – stop – avoid – consider – appreciate – finish – deny – admit – risk – dislike + lýsingarháttur nútíðar (gerund).

 

You should stop smoking. You should admit to having stolen the money.

Do you mind standing up for the old lady?

 

Sumar sagnir geta hvorttveggja tekið með sér lýsingarhátt nútíðar (-ing) eða nafnhátt:

Start – begin – continue – like – neglect – hate – cease – love –

prefer – intend.

How old were you when you started running? I don´t like being told I´m lazy.

I hate feeding the dogs. Then why do you continue doing so?

 

Eftirfarandi orðasambönd taka einnig með sér lýsingarhátt nútíðar (-ing ):

Give up – put off – keep on – go on – carry on.

Carry on working. Don´t put off doing your homework. Go on studying.

Æfing 40.

Æfing 41.

35. Atviksorð

Atviksorð segja til um hvernig einhver gerir eitthvað eða á hvaða hátt eitthvað gerist.

Dæmi:

fast, hard, late, early.

 

Mörg atviksorð eru mynduð með því að bæta –ly aftan við lýsingarorðið.

 

            quick = quickly          beautiful = beautifully

 

Sum atviksorð eiga sér samt ekki hliðstæðu í neinum lýsingarorðum:

                       

            soon, here, there, often, seldom, ever, never

 

Sum atviksorð hafa sömu mynd og samsvarandi lýsingarorð. Dæmi:

            fast, early, hard, late

Æfing 42.

Skolavefurinn.is

skolavefurinn@skolavefurinn.is

551 6400