The Angel of Terror er spennandi glæpasaga eftir enska rithöfundinn Edgar Wallace (1875-1932), en hann var einn afkastamesti rithöfundur 20. aldarinnar.
Geta kennarar notað söguna með öðru efni til að þjálfa nemendur í að lesa og/eða hlusta á ensku og efla málskilninginn. Eins er þetta skemmtileg leið fyrir einstaklinga til að þjálfa sig í ensku.
Nánari upplýsingar um efnið má finna neðar í síðunni.
Sagan telur 41 kafla og hægt er að nálgast hana með orðskýringum í vefútgáfu, í flettibók eða til útprentunar. Hverjum kafla fylgja verkefni til að hnykkja á skilningnum. Hægt er að svara fjölvalsspurningum á gagnvirkan hátt eða nálgast efnisspurningar og fjölvalsspurningar til úptrentunar. Þá er einnig hægt að hlusta á söguna upplesna.
Efnið er eins og áður sagði hægt að nota í almennri bekkjarkennslu þar sem nemendur lesa eða hlusta á kaflann heima og vinna svo með spurningarnar í tímanum daginn eftir eða þá að nemendur hlusta á upplesturinn í tímanum og svara svo spurningunum hver fyrir sig eða sameiginlega. Þá hentar efnið sérstaklega vel fyrir einstaklinga sem vilja þjálfa sig betur í ensku.
Það eru bæði gömul vísindi og ný að ein besta leiðin til að tileinka sér nýtt tungumál er að þjálfa sig í að lesa það eða hlusta á það og því hvetjum við alla sem vilja bæta sig í ensku að prófa þetta efni. Hér er á ferðinni skemmtileg og spennandi saga sem flestir ættu að geta haft gaman að.