Enska | Skólavefurinn

Um enskusíðuna

Við skiptum enskusíðunni í tvennt í ensku 1 og ensku 2. Enska 1 hefur að geyma allt sem tengist lestri, lesskilningi og bókmenntum en enska 2 inniheldur efni sem tengist málfræði og málnotkun.  Rétt er að benda á að sumt efnið mætti auðveldlega flokka á báðar síður og því um að gera að fylgjast vel með þeim báðum.

ENSKA 1 : Lestur, lesskilningur og bókmenntir

Styttra efni

The Minute Mysteries

Sex stuttar sakamálaþrautir sem byggjast á stuttum textum (hálf til heil bls. hver) þar sem ákveðin atburðarás er rakin og útfrá þeim vísbendingum sem þar er að finna eiga nemendur að finna sökudólginn. Hér reynir bæði á enskuna og almenna rökhugsun. Lausnir eru í sérskjali. ... halda áfram

ENSKA 2 : Málfræði og málnotkun

Stærri verk

Ensk málfræði – Skýringa- og æfingabanki

Skýringabanki í enskri málfræði með gagnvirkum æfingum. Tekur þessi banki til helstu málfræðiatriða sem nemendur á þessu stigi þurfa að glíma við. Síðast en ekki síst eru það skýringar og leiðbeiningar um enska stafsetningu auk fjölda gagnvirkra æfinga þar sem nemendur geta þjálfað sig í að rita ensku og séð hvar þeir þurfa að bæta sig. ... halda áfram

Ensk myndbandakennsla - Hlustun og skilningur

Áhersla á hlustun og skilning er sífellt að aukast og hér getið þið nálgast vandað efni sem þjálfar allt í senn, hlustun, málskilning og orðaforða. Byggist námsefnið á því að nemendur horfa og hlusta á stutt myndbönd og svara spurningum úr þeim jafnóðum. Nú þegar eru komnar á fjórða tug æfinga. Hægt er að prenta út svarblöðin og nota efnið þannig í bekkjarkennslu með skjávarpa. ... halda áfram

Vinnubækur (til útprentunar)

Hér fyrir neðan finnurðu vinnubækurnar: (skilaboð 30.09.2014 - Verið að vinna í að endurtengja efnið) - Work with Words - Læsi og orðaforði 1 - Læsi og orðaforði 2 - Enska fyrir byrjendur - Bits and Pieces (Útprentanleg kennslubók og svarhefti) ... halda áfram

Minni verk

Stakar orðaforðakrossgátur (til útprentunar)

Að gefnu tilefni viljum við benda á að ef krossgáturnar prentast ekki rétt getur það tengst vafranum sem notaður er. Við mælum með Google Chrome. ... halda áfram

Enska

The Thirty-Nine Steps

The Thirty-Nine Steps by John Buchan is an exhilarating story that intertwines intelligence, murder, secrets and guns. In the spring of 1914, Scottish engineer Richard Hannay has returned to London after a long stay abroad. Then he searches for a stranger who claims to be afraid of his life. Soon Hannay is caught in a conspiracy threatening the nation's security.

The story follows interactive multi-choice questions, reading and assignments together with answers. The course is specifically designed for students in upper secondary school and first grade upper secondary schools. It also suits those who want to improve generally in English - listening comprehension, vocabulary or general grammar.

The Canterville Ghost

The Canterville Ghost var ein fyrsta saga Oscars Wilde til að koma út á prenti. Hún hefur verið geysilega vinsæl og fjöldi kvikmynda, leiksýninga og sjónvarpsefnis hefur verið byggður á henni.

Hér segir frá Sir Simon, afturgengnum íbúa ensks sveitaseturs, sem á ekki sjö dagana sæla eftir að hin bandaríska Otis-fjölskylda flytur þar inn.

Sögunni fylgja gagnvirkar fjölvalsspurningar, upplestur og verkefnahefti með spurningum úr hverjum kafla ásamt svörum.

 

Studying the Novel and the Short Story

16 blaðsíðna útprentanlegt hefti á ensku um tungumálið, skáldsögur og smásögur. Dæmi um yfirheiti kafla: "What is a novel?", "Narrative viewpoint", "Characters and their development", o.fl.

 

The Story of the Romans

Grunnur þessa glæsilega efnis er The Story of the Romans eftir H.A. Guerber. Efnistökin eru skemmtileg en sagan rekur sögu Rómaveldis frá upphafi og fram til ársins 476 þegar vestur-rómverska ríkið leið undir lok. Þar er sagt frá persónum á borð við Rómúlusi og Remusi, Sesari, Síseró, Arkimedesi, ofl. Hugmyndin með efninu er fyrst og fremst að auka almennan lesskilning og orðaforða.

The Door with Seven Locks eftir Edgar Wallace

The Door with Seven Locks er dæmigerð saga eftir Edgar Wallace og jafnframt ein hans kunnasta. Naut hún gríðarlegra vinsælda þegar hún kom út og hefur tvisvar verið kvikmynduð. Fyrst árið 1940 með Bela Lugosi í aðalhlutverki og síðan árið 1962. Efnisþráður sögunnar er í stuttu máli þessi: Efnaður lávarður deyr og er grafinn ásamt með safni af verðmætum gimsteinum.

Síður

Subscribe to RSS - Enska