Enska | Skólavefurinn

Um enskusíðuna

Við skiptum enskusíðunni í tvennt í ensku 1 og ensku 2. Enska 1 hefur að geyma allt sem tengist lestri, lesskilningi og bókmenntum en enska 2 inniheldur efni sem tengist málfræði og málnotkun.  Rétt er að benda á að sumt efnið mætti auðveldlega flokka á báðar síður og því um að gera að fylgjast vel með þeim báðum.

ENSKA 1 : Lestur, lesskilningur og bókmenntir

Styttra efni

The Minute Mysteries

Sex stuttar sakamálaþrautir sem byggjast á stuttum textum (hálf til heil bls. hver) þar sem ákveðin atburðarás er rakin og útfrá þeim vísbendingum sem þar er að finna eiga nemendur að finna sökudólginn. Hér reynir bæði á enskuna og almenna rökhugsun. Lausnir eru í sérskjali. ... halda áfram

ENSKA 2 : Málfræði og málnotkun

Stærri verk

Ensk málfræði – Skýringa- og æfingabanki

Skýringabanki í enskri málfræði með gagnvirkum æfingum. Tekur þessi banki til helstu málfræðiatriða sem nemendur á þessu stigi þurfa að glíma við. Síðast en ekki síst eru það skýringar og leiðbeiningar um enska stafsetningu auk fjölda gagnvirkra æfinga þar sem nemendur geta þjálfað sig í að rita ensku og séð hvar þeir þurfa að bæta sig. ... halda áfram

Ensk myndbandakennsla - Hlustun og skilningur

Áhersla á hlustun og skilning er sífellt að aukast og hér getið þið nálgast vandað efni sem þjálfar allt í senn, hlustun, málskilning og orðaforða. Byggist námsefnið á því að nemendur horfa og hlusta á stutt myndbönd og svara spurningum úr þeim jafnóðum. Nú þegar eru komnar á fjórða tug æfinga. Hægt er að prenta út svarblöðin og nota efnið þannig í bekkjarkennslu með skjávarpa. ... halda áfram

Vinnubækur (til útprentunar)

Hér fyrir neðan finnurðu vinnubækurnar: (skilaboð 30.09.2014 - Verið að vinna í að endurtengja efnið) - Work with Words - Læsi og orðaforði 1 - Læsi og orðaforði 2 - Enska fyrir byrjendur - Bits and Pieces (Útprentanleg kennslubók og svarhefti) ... halda áfram

Minni verk

Stakar orðaforðakrossgátur (til útprentunar)

Að gefnu tilefni viljum við benda á að ef krossgáturnar prentast ekki rétt getur það tengst vafranum sem notaður er. Við mælum með Google Chrome. ... halda áfram

Enska

Hagar of the Pawn Shop: 1. The Coming of Hagar

Fyrsta sagan af Hagar Stanley, sígaunastúlku sem leitar skjóls hjá gömlum frænda sínum. Frændinn, Jacob Dix, er fúllyndur veðmangari og þekktur fyrir nirfilshátt. Eini vinur hans, ef vin skyldi kalla, er slóttugur lögfræðingur að nafni Vark sem girnist auðæfi gamla mannsins. Sonur veðmangarans og erfingi auðæfanna er horfinn sporlaust og Vark tekur til bragðs svik og pretti til að fá erfðaskránni breytt.

Constance Dunlap: 3.The Gun Runners

Uppreisnarmenn í Mið-Ameríku leita liðsinnis Constance Dunlap við fjáröflun, en málið flækist þegar í ljós kemur að spæjari á vegum yfirvalda er á höttunum eftir höfuðpaur uppreisnarmannanna.

Violet Strange: 1. The Golden Slipper

Þessi saga er huti af safni um kvenspæjarann Violet Strange, en hér rannsakar hún mál þar sem ung stúlka er grunuð um þjófnað.

Sagan er eftir bandarísku glæpasagnadrottninguna Anna Katharine Greene, en Agatha Christie sagði einmitt að það hefði verið fyrir áhrif frá henni sem hún hóf að skrifa sakamálasögur.

The Montezuma Emerald

Þessi saga birtist fyrst í tímaritinu Strand Magazine árið 1895. Hér segir frá dularfullu mannshvarfi sem tengist hinum dýrmæta Montezuma smaragði.

Höfundur sögunnar, Rodrigues Ottolengui, átti mikinn þátt í að leggja grunninn að nútíma tannlækningum, auk þess að vera skeleggur höfundur sakamálasagna, en þið getið nálgast stutt en forvitnilegt æviágrip hans hér fyrir neðan.

The Amateur Cracksman: 1.The Ides of March

Þessi saga er sú fyrsta sem Hornung skrifaði um persónuna Raffles, sem var á yfirborðinu iðjulaus herramaður, en var um leið bíræfinn innbrotsþjófur af svæsnustu gerð.

Verkefni fylgja sögunni.

Síður

Subscribe to RSS - Enska