Enska | Skólavefurinn

Um enskusíðuna

Við skiptum enskusíðunni í tvennt í ensku 1 og ensku 2. Enska 1 hefur að geyma allt sem tengist lestri, lesskilningi og bókmenntum en enska 2 inniheldur efni sem tengist málfræði og málnotkun.  Rétt er að benda á að sumt efnið mætti auðveldlega flokka á báðar síður og því um að gera að fylgjast vel með þeim báðum.

ENSKA 1 : Lestur, lesskilningur og bókmenntir

Styttra efni

The Minute Mysteries

Sex stuttar sakamálaþrautir sem byggjast á stuttum textum (hálf til heil bls. hver) þar sem ákveðin atburðarás er rakin og útfrá þeim vísbendingum sem þar er að finna eiga nemendur að finna sökudólginn. Hér reynir bæði á enskuna og almenna rökhugsun. Lausnir eru í sérskjali. ... halda áfram

ENSKA 2 : Málfræði og málnotkun

Stærri verk

Ensk málfræði – Skýringa- og æfingabanki

Skýringabanki í enskri málfræði með gagnvirkum æfingum. Tekur þessi banki til helstu málfræðiatriða sem nemendur á þessu stigi þurfa að glíma við. Síðast en ekki síst eru það skýringar og leiðbeiningar um enska stafsetningu auk fjölda gagnvirkra æfinga þar sem nemendur geta þjálfað sig í að rita ensku og séð hvar þeir þurfa að bæta sig. ... halda áfram

Ensk myndbandakennsla - Hlustun og skilningur

Áhersla á hlustun og skilning er sífellt að aukast og hér getið þið nálgast vandað efni sem þjálfar allt í senn, hlustun, málskilning og orðaforða. Byggist námsefnið á því að nemendur horfa og hlusta á stutt myndbönd og svara spurningum úr þeim jafnóðum. Nú þegar eru komnar á fjórða tug æfinga. Hægt er að prenta út svarblöðin og nota efnið þannig í bekkjarkennslu með skjávarpa. ... halda áfram

Vinnubækur (til útprentunar)

Hér fyrir neðan finnurðu vinnubækurnar: (skilaboð 30.09.2014 - Verið að vinna í að endurtengja efnið) - Work with Words - Læsi og orðaforði 1 - Læsi og orðaforði 2 - Enska fyrir byrjendur - Bits and Pieces (Útprentanleg kennslubók og svarhefti) ... halda áfram

Minni verk

Stakar orðaforðakrossgátur (til útprentunar)

Að gefnu tilefni viljum við benda á að ef krossgáturnar prentast ekki rétt getur það tengst vafranum sem notaður er. Við mælum með Google Chrome. ... halda áfram

Enska

The Amateur Cracksman: 2. A Costume Piece

Hér er á ferðinni önnur saga um þjófinn Raffles úr safninu The Amateur Cracksman eftir E.W. Hornung.

Ernest William Hornung sem var af ungverskum ættum gaf út sína fyrstu sögu árið 1890, en hann skrifaði jöfnum höndum skáldsögur og smásögur. Sögurnar um Raffles nutu gríðarlegra vinsælda.

The Nameless Man

Í þessari sögu rannsakar Barnes spæjari mál manns sem vaknaði einn góðan veðurdag og hafði ekki hugmynd um það hver hann væri. 

Ensk myndbandakennsla - Hlustun og skilningur

Áhersla á hlustun og skilning er sífellt að aukast og hér getið þið nálgast vandað efni sem þjálfar allt í senn, hlustun, málskilning og orðaforða. Byggist námsefnið á því að nemendur horfa og hlusta á stutt myndbönd og svara spurningum úr þeim jafnóðum. Nú þegar eru komnar á fjórða tug æfinga. Hægt er að prenta út svarblöðin og nota efnið þannig í bekkjarkennslu með skjávarpa.

Enska 2 - Málfræði og málnotkun

Enska 2 geymir efni sem tengist málfræði og allri almennri málnotkun. Þar má m.a. finna málfræðibanka með gagnvirkum æfingum, frábært þjálfunarefni í hlustun og skilningi og þá er þar einnig hægt að nálgast fjölda útprentanlegra vinnubóka alveg frá byrjendanámi og upp í efstu bekki.

Enska 1 - Lestur, lesskilningur, bókmenntir

Á þessari síðu getið þið nálgast fjölda lestexta af ólíkum uppruna í mismunandi stærðum og gerðum allt eftir því hvað hentar hverjum og einum hverju sinni. Við höfum flokkað efnið annars vegar í stærra efni og hins vegar í minna efni og er þá einkum litið á umfang viðkomandi verks.

Síður

Subscribe to RSS - Enska