Þessi bók er ein þriggja þjóðsagnabóka sem eru ætlaðar efstu bekkjum grunnskóla. Sögunum fylgja skýringar og hugmyndir að umræðuefni og verkefnum sem eiga að dýpka skilning en jafnframt er leitast við að tengja innihald sagnanna málefnum líðandi stundar. Ýmis málfræðileg og stílfræðileg atriði eru tekin til umræðu og ættu þau að efla tilfinningu nemenda fyrir móðurmálinu og framsetningu texta. Hér eru þjóðsögur einmitt heppileg fyrirmynd, m.a. vegna þess að stíllinn er knappur og byggingin sterk. En jafnframt veita þjóðsögur ómetanlega innsýn í líf og hugsunarhátt fólks á fyrri tímum.