Sagan um Önnu frá Stóruborg eftir Jón Trausta hefur notið mikillar hylli allra sem lesið hafa. Þar segir frá ástum alþýðustráksins og yfirstéttarkonunnar og baráttu þeirra við samfélagið og sterku öflin.

Rafbók sem ePub

ePub rafbók sem hægt er að lesa í iPhone, iPad og öðrum tækjum.

Rafbók fyrir Kindle

Rafbók fyrir öll Kindle tæki.

Flettibók

Flettibókarútgáfa

Kennarabók og lausnir

Kennarar senda póst á skolavefurinn@skolavefurinn.is til að fá kennarabók og lausnir við verkefnum og fjölvalsspurningum.

Upplestur fylgir hverjum kafla.

Umræðupunktar

Umræðupunktar úr sögunni.

Verkefnahefti

Verkefnahefti til útprentunar.

Fjölvalsspurningar

Fjölvalsspurningar úr sögunni til útprentunar.

Barna-Hjalti

Þjóðsagan um Barna-Hjalta

Kennarabók og lausnir við verkefnum og fjölvalsspurningum

Kennarar senda póst á skolavefurinn@skolavefurinn.is
til að fá kennarabók og lausnir við verkefnum og fjölvalsspurningum.

Hefja lestur :)

Smelltu á fyrsta kaflann hér til hliðar til að hefja lestur.

Um höfundinn

Jón Trausti hét réttu nafni Guðmundur Magnússon (1873–1918). Hann var afkastamikill og vinsæll skáldsagnahöfundur á fyrstu áratugum 20. aldar. Þekkustu sögur hans eru Halla (1906) og framhald hennar, Heiðarbýlið (1908–1911); Sögur frá Skaftáreldi (1912–1913) og Anna frá Stóruborg (1914). Einnig gaf Jón Trausti út smásögur og ljóð. Nefna má smásöguna Sýður á Keipum (sjá umfjöllun og verkefni á Skólavefnum) og kvæðin Draumalandið og Ég vil elska mitt land.

Samúð með lítilmagnanum einkennir margar af sögum Jóns Trausta, sbr. Höllu og Heiðarbýlið þar sem andi raunsæisstefnunnar er greinilegur. Síðar má merkja áhrif nýrómantíkur í verkum hans ásamt rómantískri fortíðarhyggju þar sem sterkir einstaklingar, sem eru á skjön við fjöldann, birtast lesendum.

Jón Trausti var kominn af fátæku fólki á Melrakkasléttu en braust til mennta (lærði prentiðn) af miklu harðfylgi. Hann lést í spönsku veikinni 1918.

Um söguna

Sagan um Önnu frá Stóruborg eftir Jón Trausta hefur notið mikillar hylli allra sem lesið hafa. Þar segir frá ástum alþýðustráksins og yfirstéttarkonunnar og baráttu þeirra við samfélagið og sterku öflin.

Anna frá Stóruborg er söguleg skáldsaga og er eins og fleiri sögur Jóns Trausta byggð á heimildum og munnmælasögum. Var hún hluti af sagnaflokki Jóns sem hann kallaði Góðir stofnar. Um söguna skrifaði höfundur sjálfur eftirfarandi:

Höfuðatburðir sögu þessarar er sögulega sannir, gerðust á 16. öld, um og eftir siðaskiptin. Páll Vigfússon er fæddur um 1511. Hann var lögmaður sunnan og austan 1556–1569. Var hann þá sviptur lögmannsdæmi og dó litlu síðar. Um fæðingar- og dánarár Önnu er ókunnugt og sömuleiðis Hjalta. Vigfús Erlendsson hirðstjóri og síðar lögmaður, faðir þeirra Páls og Önnu, dó utanlands 1521. Ættin er frá Erlendi á Kolbeinsstöðum og Lofti ríka á Möðruvöllum.

Árið 1571 var dæmdur dómur á alþingi um arf eftir Önnu og Pál lögmann. Sótti það mál Árni Gíslason á Hlíðarenda vegna konu sinnar, Guðrúnar Sæmundsdóttur sem var systurdóttir Páls og Önnu og vildi gera börn Önnu óarfbær. En Magnús, elsti sonur Hjalta og Önnu, varði málið og vann það því að næg skilríki voru fyrir því, að þau systkini hefðu sæst að lokum og Páll leyft Önnu að eiga Hjalta og gert börn þeirra réttborin (sbr. Alþingisbókina 1571). Nokkrir fleiri menn og atburðir í sögunni eru „historiskir“, en þó ekki nærri allir.


Með öllum köflum fylgja orðskýringar, upplestur og spurningar. Einnig fylgir útprentanleg vinnubók með umræðutextum og spurningum.