Í bókmenntum eru, líkt og t.d. í kvikmyndum, örfáar persónur sem atburðir snúast að miklu leyti um. Aukapersónur, þ.e. persónur sem fremur lítið ber á, geta þó haft mikil áhrif á framvindu sögunnar. Þannig er hlutverk tröllastelpunnar í Búkollu nauðsynlegt þótt strákurinn og kýrin séu í aðalhlutverkum og samúð okkar sé með þeim.