Íslenska 2

Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.

Ritum rétt

Ritum rétt er forrit í stafsetningu sem er einkum hugsað fyrir yngstu krakkana. Nemendur fá orðalista sem tengjast ákveðnum stöfum og eiga síðan að skrifa eða draga orðin í reit útfrá mynd sem birtist á skjánum. Þetta forrit sameinar í raun almenna lestrarkennslu og stafsetningu.

Atkvæði

Útprentanleg æfing í því að finna fjölda atkvæða í orði (1 bls.).

Hetjuspegill - íslensk nútímamálfræði

Það er okkur sönn ánægja að bjóða upp nýtt og spennandi námsefni í íslensku eftir Guðjón Ragnar Jónasson, sem kallast Hetjuspegill og er kennslu- og verkefnahefti í málfræði. Það telur 42 blaðsíður og hentar vel fyrir miðstig grunnskólans. Heftið skiptist í nokkra kafla, en þeir heita: Tungumálið, Uppruni tungumálsins, Indóevrópska málaættin, Hugtakið texti, Greining á textamynstri, Stofnun Árna Magnússonar og Fallbeygt á netinu.

Orðaþjálfi

Orðaþjálfi er forrit úr smiðju Skólavefsins þar sem nemendur eiga að finna og smella á tiltekna tegund orða í texta. Nemandinn getur sjálfur valið hvaða atriði er þjálfað. Hann getur til dæmis æft sig í að finna öll sagnorð í textabroti, eða öll fornöfn, eða öll nafnorð í þágufalli og svo framvegis. Endurgjöf um árangur birtist samstundis. Forritið býður upp á gríðarlegan fjölda þjálfunarþátta og er í senn skemmtilegt og krefjandi.

Síður