Þetta er ævisaga einnar af frelsishetjum Bandaríkjanna, Benjamín Franklín. Sagan er samin af dönskum presti, Jørgen Wilhelm Marckmann, og þýdd af okkar helstu frelsishetju, sjálfum Jóni Sigurðssyni forseta. Hún kom fyrst út árið 1839 og var gefin út af Hinu íslenska þjóðvinafélagi. Eins og gefur að skilja höfum við orðið að gera ofurlitlar breytingar á stafsetningu hennar, en leyfum orðalagi Jóns að öðru leyti að njóta sín.
Útprentanlegri útgáfu fylgja verkefni og svör við þeim. Vefútgáfu fylgja orðskýringar og gagnvirkar æfingar. Þar er einnig hægt að hlusta á hvern kafla upplesinn.