„Perlan tindrar á jaðrinum á andlitsblæjunni þegar sólin skín á hana, og töfrar augað. En hún var líka jafnfögur innan í skelinni á sjávarbotni þegar enginn sá hana.“ Á þessum orðum hefst sagan „Bondóla kasa“ og gefur tóninn fyrir framhaldið. Já, perlurnar leynast víða og kannski er þær að finna þar sem þeirra er síst að vænta. Og svo er það spurningin hvort grasið sé nokkuð grænna hinum megin, þó svo virðist við fyrstu sýn. Spennandi saga með óvæntum endi. Verkefnin eru miðuð við 5.-7. bekk.