Danska | Skólavefurinn

Um dönskusíðuna

Á dönskusíðunni er boðið upp á fjölbreytt og vandað efni sem þjálfar bæði lesskilning og málfræði. Efnið er úr ýmsum áttum, sumt er unnið af dönskum kennaranemum og þá erum við með töluvert efni eftir danska kennslufrömuðinn Per Jespersen. Við hvetjum alla til að kynna sér dönskuefnið okkar, bæði kennara, nemendur og aðra sem vilja auka færni sína í dönskunni. 

Stærra efni

Danskar blaðagreinar (2)

Þjálfið ykkur í dönsku og aukið orðaforðann með dönskum blaðagreinum. Hægt er að lesa þær á vef eða prenta þær út. Góð verkefni og orðskýringar fylgja. Þessar blaðagreinar eru einkum hugsaðar fyrir lengra komna og segja má að þær taki við þar sem blaðagreinum(1) sleppir.  ... halda áfram

Rejsen til Udgårdsloke eftir Vilhjálm Gíslason

Þessi skemmtilega saga, eftir Vilhjálm Gíslason dönskukennara, er byggð á goðafræðinni. Sagan er í tólf köflum og skreytt frábærum myndum eftir breska listamanninn Daniel Cook. Goðafræðin og danskan spinnast hér saman á skemmtilegan hátt og fanga hug nemenda. Hægt er að panta prentútgáfuna í bók hjá Skólavefnum. ... halda áfram

Brudstykker fra en landsbydegns dagbog eftir Steen Steensen Blicher

Skemmtileg saga í sextán köflum með frábærum verkefnum.  Allir kaflarnir eru upplesnir ig þá fylgja hverjum útprentuðum kafla frábr verkefni.  Þetta efni er tilvalið að nota með öðru efni og þá hentar það einkar vel til að þjálfa sig almennt í dönsku.   ... halda áfram

Rejsen med guderne eftir Vilhjálm Gíslason

Í grunninn er um að ræða sögu í tólf köflum sem unnin er úr íslensku goðafræðinni og segir frá því þegar guðirnir, Óðinn, Þór og félagar ákváðu að leggja land undir fót og skoða sig um í heiminum. Á vefsíðunni er boðið upp á upphleyptar orðskýringar og gagnvirkar æfingar. Þeir sem eiga erfitt með að lesa textann í hefðbundinni stærð geta einnig stækkað letrið að þörfum. Þá er eins og venjulega hægt að prenta kaflann út með góðum verkefnum. ... halda áfram

Dönsk málfræði (Skýringar og verkefni)

Hér er um að ræða vandaðar málfræðiskýringar með gagnvirkum æfingum. Efninu er skipt niður í þrjá meginflokka, en þeir eru: nafnorð, sagnorð og greinir. Hver flokkur hefur svo að geyma fjölmörg atriði og er þetta í raun uppflettirit í danskri málfræði. Farið er yfir grunnatriðin og ekki of mikið tekið fyrir í hverjum þætti. Gott er að lesa hvert atriði vandlega yfir og spreyta sig síðan á gagnvirku æfingunni sem fylgir. ... halda áfram

Danskur málfræðigrunnur og æfingar eftir Jónu Hansen

Málfræðigrunnur Jónu Hansen stendur alltaf fyrir sínu. Hér er á ferðinni heildstætt námsefni í danskri málfræði sem nýtist alveg upp í framhaldsskóla. Bæði er hægt að nálgast efnið í gagnvirkri útgáfu og til útprentunar (pdf). ... halda áfram

Minna efni

Danskar blaðagreinar (1)

Á vefsíðu hverrar blaðagreinar er boðið upp á þrjár gagnvirkar æfingar, einn gagnvirkan námsleik, upphleyptar orðskýringar og sérútbúna prentútgáfu með góðum verkefnum og svör aftast sem kennari getur valið hvort hann lætur fylgja með til nemenda. ... halda áfram

Flokkaðir lestextar með verkefnum og svörum eftir Per Jespersen

Á vefsíðuútgáfunni er hægt að nálgast gagnvirkar orðskýringar og heyra textana  upplesna af höfundi.  Þar er einnig hægt að nálgast útprentanlegar útgáfur með verkefnum. ... halda áfram

Danskir bókmenntatextar með verkefnum

Hér má meðal annars nálgast valda bókmenntatexta á dönsku. Flestum textunum fylgja góð verkefni og orðskýringar, og nokkrum þeirra fylgir upplestur. Þetta er tilvalið efni fyrir alla sem vilja auka les- og hlustunarskilning sinn í dönsku. ... halda áfram

Danska

Danskar blaðagreinar 2

Velkomin, eruð þið tilbúin í skemmtilegan lestur?

Hér getið þið kynnt ykkur skemmtilegar og áhugaverðar blaðagreinar úr dönskum dagblöðum. Greinarnar skiptast í tvö erfiðleikastig. Hægt er að hlusta á allar greinarnar upplesnar og prenta þær út.

N.F.S. Grundtvig - æviágrip

Nikolaj Frederik Severin Grundtvig, oftast kallaður N.F.S. Grundtvig, er einn af dáðustu rithöfundum Dana. Hann var skáld, rithöfundur, guðfræðingur, prestur síðar biskup, heimsspekingur, sagnfræðingur,  kennari, þingmaður og skólafrömuður. Hann er af mörgum talinn einn áhrifamesti maður danskrar sögu enda lét hann til sín taka á mörgum sviðum.

Rejsen til Udgårdsloke eftir Vilhjálm Gíslason

Þessi skemmtilega saga, eftir Vilhjálm Gíslason dönskukennara, er byggð á goðafræðinni. Sagan er í tólf köflum og skreytt frábærum myndum eftir breska listamanninn Daniel Cook. Goðafræðin og danskan spinnast hér saman á skemmtilegan hátt og fanga hug nemenda.

 

Rejsen með guderne eftir Vilhjálm Gíslason

Saga í 12 köflum með góðum verkefnum. Þjálfar lesskilning, orðaforða og málnotkun. Hér segir frá því þegar guðirnir Óðinn, Þór og félagar ákváðu að leggja land undir fót og skoða sig um í heiminum.

 

Danskur málfræðigrunnur

Vandaðar málfræðiskýringar með góðum verkefnum. Skýringarnar eru aðgengilegar bæði í gagnvirku formi og til útprentunar þar sem um eiginlegt uppflettirit er að ræða. Vefútgáfunni fylgir urmull af skemmtilegum og krefjandi gagnvirkum æfingum.

 

Síður

Subscribe to RSS - Danska