LITABÆKURNAR er frábært efni úr námsgagnasmiðju okkar á Skólavefnum. Bækurnar sem eru 10 að tölu hafa að geyma þrjátíu lestexta hver, en textarnir eru mislangir eftir bókum (litum). Felst flokkun bókanna fyrst og fremst í lengd textanna, en þá eru styttri textarnir gjarnan einfaldari, bæði hvað varðar byggingu og orðaval. Öllum lestextunum fylgja vandaðar spurningar sem umfram allt eru hugsaðar til að þjálfa lesskilning.
Lestextarnir sjálfir voru valdir af kostgæfni en þar var reynt að sameina áhuga nemendanna, námskrána og fróðleik sem við teljum að muni nýtast vel.
Eins og með annað efni úr okkar smiðju þá er það útbúið þannig að bæði er hægt að vinna það beint af vefnum og fá það á prenti. Vefefnið er aðgengilegt á Skólavefnum og æfingarnar sem fylgja hverjum texta eru gagnvirkar fjölvalsspurningar. Erum við stolt af þessu efni og ánægð með veflausnirnar. Í prentútgáfunni eru spurningarnar opnar.
Hér er á ferðinni frábært efni til að þjálfa lesskilning!