,,Allir þekkja kvæðið ,,Nóttin var sú ágæt ein" þó svo að þeir séu færri sem vita að það var samið af prestinum Einari Sigurðssyni í Eydölum sem uppi var á tímum siðaskiptanna. Einar var einn af mestu skáldum sinnar tíðar eins og sjá má af Vísnabók Guðbrands Þorlákssonar (útg. 1612), þar sem ljóð hans þekja stóran hluta. Kveðskapur Einars var af ýmsum toga, og á fyrri hluta ævinnar orti hann talsvert af veraldlegum kveðskap, en á fullorðinsárum ,,var ljóðgáfa hans helguð lofi guðs, þakkargerðum, bænum hvötum og heilræðum." (Stefán Einarsson - Íslensk Bókmenntasaga 874 - 1960)