Enska | Skólavefurinn

Um enskusíðuna

Við skiptum enskusíðunni í tvennt í ensku 1 og ensku 2. Enska 1 hefur að geyma allt sem tengist lestri, lesskilningi og bókmenntum en enska 2 inniheldur efni sem tengist málfræði og málnotkun.  Rétt er að benda á að sumt efnið mætti auðveldlega flokka á báðar síður og því um að gera að fylgjast vel með þeim báðum.

ENSKA 1 : Lestur, lesskilningur og bókmenntir

Styttra efni

The Minute Mysteries

Sex stuttar sakamálaþrautir sem byggjast á stuttum textum (hálf til heil bls. hver) þar sem ákveðin atburðarás er rakin og útfrá þeim vísbendingum sem þar er að finna eiga nemendur að finna sökudólginn. Hér reynir bæði á enskuna og almenna rökhugsun. Lausnir eru í sérskjali. ... halda áfram

ENSKA 2 : Málfræði og málnotkun

Stærri verk

Ensk málfræði – Skýringa- og æfingabanki

Skýringabanki í enskri málfræði með gagnvirkum æfingum. Tekur þessi banki til helstu málfræðiatriða sem nemendur á þessu stigi þurfa að glíma við. Síðast en ekki síst eru það skýringar og leiðbeiningar um enska stafsetningu auk fjölda gagnvirkra æfinga þar sem nemendur geta þjálfað sig í að rita ensku og séð hvar þeir þurfa að bæta sig. ... halda áfram

Ensk myndbandakennsla - Hlustun og skilningur

Áhersla á hlustun og skilning er sífellt að aukast og hér getið þið nálgast vandað efni sem þjálfar allt í senn, hlustun, málskilning og orðaforða. Byggist námsefnið á því að nemendur horfa og hlusta á stutt myndbönd og svara spurningum úr þeim jafnóðum. Nú þegar eru komnar á fjórða tug æfinga. Hægt er að prenta út svarblöðin og nota efnið þannig í bekkjarkennslu með skjávarpa. ... halda áfram

Vinnubækur (til útprentunar)

Hér fyrir neðan finnurðu vinnubækurnar: (skilaboð 30.09.2014 - Verið að vinna í að endurtengja efnið) - Work with Words - Læsi og orðaforði 1 - Læsi og orðaforði 2 - Enska fyrir byrjendur - Bits and Pieces (Útprentanleg kennslubók og svarhefti) ... halda áfram

Minni verk

Stakar orðaforðakrossgátur (til útprentunar)

Að gefnu tilefni viljum við benda á að ef krossgáturnar prentast ekki rétt getur það tengst vafranum sem notaður er. Við mælum með Google Chrome. ... halda áfram

Enska

Enskir leskaflar - English Reading Comprehension 2

English Reading Comprehension II er önnur bókin í nýjum bókaflokki okkar á Skólavefnum þar sem við einbeitum okkur að lesskilningi í ensku. Í þessari bók er boðið upp á 20 lestexta úr ýmsum áttum sem bæði er hægt að prenta út og vinna gagnvirkt á vefnum. 

Prentútgáfan samanstendur af textum með opnum spurningum og fjölvalsspurningum. Geta kennarar og nemendur valið að nota aðra hvora spurningagerðina eða báðar. Þá er merkt við þau orð sem skýrð eru út á vefnum.

Two Minute Mysteries

Hér er um að ræða sex stuttar sakamálaþrautir sem nemendur eiga að leysa. Þrautirnar byggjast á stuttum textum þar sem ákveðin atburðarás er rakin og út frá þeim vísbendingum sem þar er að finna eiga nemendur að finna sökudólginn. Hér reynir bæði á enskuna og almenna rökhugsun. Lausnir eru í sérskjali.

The Toys of Peace

Sagan hentar vel til kennslu, einkum í efri bekkjum grunnskólans og í framhaldsskólum. Sögunni fylgja góð verkefni og er bæði hægt að prenta þau út eða skoða í aðgengilegri vefútgáfu. Á vefútgáfunni er hægt að hlusta á söguna upplesna. Hér er á ferðinni frábært efni til að láta hljóma í enskustofunni og til þjálfunar heima fyrir.

Sögur eftir Oscar Wilde

Oscar Wilde var einn skemmtilegasti og jafnframt litríkasti rithöfundur Breta á síðari hluta 19. aldar. Eins og verk margra fremstu rithöfunda heims eru verk hans tímalaus og eiga jafn mikið erindi við okkur í dag eins og þegar þau komu út.

Við bjóðum hér upp á sögurnar The Devoted Friend og The Model Millionaire eftir Wilde á vef, ásamt upplestri og gagnvirkum æfingum, og í útprentanlegri útgáfu með góðum verkefnum.

The Bet

Sagan hentar vel til kennslu, einkum í efri bekkjum grunnskólans og í framhaldsskólum. Sögunni fylgja góð verkefni og er bæði hægt að prenta þau út eða skoða í aðgengilegri vefútgáfu. Á vefútgáfunni er hægt að hlusta á söguna upplesna. Hér er á ferðinni frábært efni til að láta hljóma í enskustofunni og til þjálfunar heima fyrir.

Síður

Subscribe to RSS - Enska