Hér er um að ræða sex stuttar sakamálaþrautir sem nemendur eiga að leysa. Þrautirnar byggjast á stuttum textum þar sem ákveðin atburðarás er rakin og út frá þeim vísbendingum sem þar er að finna eiga nemendur að finna sökudólginn. Hér reynir bæði á enskuna og almenna rökhugsun. Lausnir eru í sérskjali.