Sagan „Gamli Lótan“ er listilega útfærð saga er segir frá manni nokkrum, Lótan að nafni, sem er alræmdur fyrir illa meðferð sína á dýrum. Keyrir vond meðferð hans á dýrunum svo úr hófi að Gúlu, verndari dýranna, bíður færis að hafa hendur í hári hans og láta hann standa reikningsskil á gjörðum sínum. Þegar kemur að því, eru það svo dýrin sjálf, fórnarlömb Lótans, sem eiga að kveða upp dóminn. Nú er að sjá hvernig sá dómur fellur. Verkefnin eru miðuð við 5.-7. bekk.