Um Söguna
Sagan Hans Vöggur er fyrsta sagan sem birtist eftir Gest, þá hann kemur alkominn heim frá námi árið 1882. Hún er skrifuð í anda raunsæis og er í raun lýsandi fyrir viðhorf Gests til þess samfélags sem hann bjó í.
Um vatnsbera
,,Neysluvatn Reykvíkinga var sótt til brunna allt fram til ársins 1909. Sérstök stétt manna, vatnsberarnir, höfðu atvinnu af því að sækja vatn, en víða var það einnig siður að vinnustúlkur eða börn og unglingar voru látin byrja daginn með því að fylla vatnstunnu heimilisins." ,,Vatnsberarnir voru oftast útslitin gamalmenni eða vanheilt fólk, sem gekk í lörfum, og mun útgangurinn á því ekki hafa bætt heilnæmi vatnsins. Flest hafði það viðurnefni svo sen Sæfinnur með sextán skó, Gunna grallari, Jón smali, Gvendur vísir, Sigga blaðra, Jón boli, Kristján krummi, Jón skánki, Þórður malakoff eða Lauga með loddana." Guðjón Friðriksson - Saga Reykjavíkur (Bærinn vaknar) bls. 260.