|
,,Grímur bóndi á Bessastöðum. Fátt er hljómmeira í íslenskri sögu seinni alda. Um þennan mann, sem undir fimmtugt hvarf heim til Íslands, frá embætti sínu og heimsborgaralífi og gerðist bóndi suður á Álftanesi, á óborna Íslendinga eftir að dreyma. Þeir munu sjá hann, eins og honum hefur verið lýst fyrir mér, sitja við opinn ofninn, skara í glæðurnar og stara inn í glæðurnar. Í þessum glóðum sá hann fleiri forna stafi, gamlar minningar og torráðnar rúnir en aðrir menn, sem honum voru samlendir."
Sigurður Nordal í formála að Ljóðmælum Gríms Thomsens, útg. 1969
|