Um þetta efni
Efni þetta er fyrst og fremst hugsað sem þjálfunarefni í lestri fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á að nýta lesturinn til almenns fróðleiks og þekkingarauka. Ekki viljum við eyrnamerkja það neinum ákveðnum aldurshópi og verður hver og einn að meta það hvort textinn henti honum.
Rétt er að vekja athygli á því að í textanum koma fyrir mörg erlend nöfn og heiti sem margir gætu átt erfitt með, en æfingin skapar jú meistarann. Þá er í því sambandi einnig hægt að hlusta á hvern kafla upp lesinn á vefsíðunni sem fylgir.
Efnið er byggt á bók bandaríska sagnfræðingsins Hendrik Willem van Loon (1882–1944) sem í mjög frjálslegri íslenskri þýðingu mætti útleggja sem Stutt saga landafundanna frá fyrstu tíð fram til þess að nýi heimurinn uppgötvast, en með nýja heiminum er átt við Ameríku.
Efnið er samsett úr 52 stuttum köflum og hverjum kafla fylgja spurningar sem tilvalið er að skoða. Bæði er um að ræða opnar spurningar og fjölvalsspurningar og getur hver og einn valið hvort tveggja eða annað hvort. En við viljum vekja athygli á að með því að svara spurningum úr efninu festum við okkur innihald textans betur í minni.
Athugið að hægt er að sækja enskar eða pólskar skýringar á völdum orðum.
Leiðbeiningar
Eftirfarandi leiðbeiningar er gott að hafa í huga.
Lesið beint af vef:
1) Smelltu á fyrsta kafla.
2) Lestu kaflann vandlega þannig að þú skiljir textann. (Ef þér finnst kaflinn of erfiður getur verið gott að smella á hlustunina og hlusta á kaflann upp lesinn áður en þú lest hann.)
3) Svaraðu gagnvirku spurningunum úr kaflanum.
Ath! Ef þér tekst ekki að svara öllum spurningunum rétt, þá mælum við með því að þú lesir kaflann aftur og svarir spurningunum.
4) Þegar þú hefur lokið við að svara spurningunum skaltu gefa þér eina mínútu til að hugsa um hvað þú lærðir af viðkomandi kafla. Rannsóknir hafa sýnt að það festir efnið mun betur í minni.
Þá ferðu í næsta kafla og síðan koll af kolli. Við mælum þó með að taka ekki fleiri en þrjá kafla í hvert sinn.
Útprentað:
1) Lestu kaflann vandlega þannig að þú skiljir textann nokkurn veginn.
2) Svaraðu spurningunum úr kaflanum. Ath! Ef þér tekst ekki að svara öllum spurningunum rétt, þá mælum við með því að þú lesir kaflann aftur og svarir spurningunum.
3) Þegar þú hefur lokið við að svara spurningunum skaltu gefa þér eina mínútu til að hugsa um hvað þú lærðir af viðkomandi kafla. Rannsóknir hafa sýnt að það festir efnið mun betur í minni.
Þá ferðu í næsta kafla og síðan koll af kolli. Við mælum þó með að taka ekki fleiri en þrjá kafla í hvert sinn.