Artúr konungur – Lestrarvinnubók er fyrsta bókin í nýrri bókalínu sem er einkum hugsuð fyrir nemendur í 3.–4. bekk. Er hér um að ræða stuttar lesbækur með góðum og fjölbreyttum verkefnum sem taka mið af því sem kveðið er á um í námskrá í íslensku fyrir viðkomandi aldurshópa. Fyrsta bókin í þessum flokki fjallar um hinn kunna konung Artúr sem sagan segir að hafi ríkt í Englandi á 6. öld. Bókin sem telur 21 blaðsíðu skiptist í 5 kafla og er hægt að prenta hana út beint af vefnum, eða nálgast hana sem vefbók þar sem einnig er hægt að hlusta á hana upplesna.