Um efnið
Bleikbókin er sjöunda bókin í ritröðinni sem við höfum kosið að kalla Litabækurnar þar sem boðið er upp á vandaða og áhugaverða lestexta til þess að þjálfa nemendur í lesskilningi.
Þessi bók er nokkuð frábrugðin fyrri bókum bæði hvað varðar lestextana sjálfa og hvernig spurt er úr efninu. Hér er lagt allmikið upp úr töflulestri og tölfræðilegum upplýsingum, auk þess sem reynt er að spyrja þannig að lesendur þurfi að draga ályktanir af þeim upplýsingum sem er að finna í textunum.
Við val á textum reyndum við að hafa efnið fjölbreytt og áhugavert. Sumt gæti jafnvel nýst nemendum í dagsins önn; þá tengjast margir textanna öðrum námsgreinum með einum eða öðrum hætti.