Hér birtist Kjalnesinga saga í rafrænni útgáfu, ætluð til lestrar á unglingastigi og í framhaldsskólum. Sögunni fylgja orðskýringar, spurningar um innihald og svör, leiðbeiningar til kennara (umræðuefni) og upplestur; einnig eftirmáli þar sem Baldur Hafstað ræðir um söguna, leyndardóma hennar og sérstöðu meðal fornsagna.
Það er von Skólavefsins að þessi útgáfa verði til þess að auðvelda aðgang ungs fólks að þessari bráðskemmtilegu og töfrandi sögu – og að hún kveiki síðan áhuga á fleiri sögum. Skólavefurinn býður upp á æ fleiri Íslendingasögur rafrænt í þeirri fullvissu að þær eigi fullt erindi til allra ungmenna.