|
Jón Helgason fæddist á Rauðsgili í Hálsasveit 30. júní árið 1899. Eftir stúdentspróf hélt Jón til Kaupmannahafnar til að nema þar textafræði. Hann lauk magistersprófi árið 1923 og hlaut doktorsnafnbót árið 1926 Þegar hann varði doktorsritgerð sína um Jón Ólafsson frá Grunnavík við Háskóla Íslands. Hann var skipaður forstöðumaður Árnasafns sumarið 1927 og árið 1929 var honum veitt staða prófessors í íslensku máli og bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla, þá einungis 29 ára gamall. Var hann forstöðumaður Árnasafns, síðar Árnastofnunar, óslitið fram til 1971 er hann lét af störfum sakir aldurs og einnig hélt hann starfi sínu við háskólann óslitið fram til ársins 1970. Fyrsta ljóðabók hans ,,Úr landsuðri" kom út árið 1939, og naut hún strax mikilla vinsælda. Þó að ljóðasafn Jóns sé ekki mikið að vöxtum munu ljóð eins og Áfangar, Í Árnasafni og Til höfundar Hungurvöku ávallt halda nafni hans á lofti.
|