Umgjörð þessarar sögu Þorsteins er einstaklega hugvitssamleg. Í upphafi sögunnar hittast tveir guðir á himnum og ræða saman. Það eru Bahman, hinn holli verndari hjarðanna, og Sharever fjalladrottinn. Bahman er í öngum sínum vegna þess að skjólstæðingur hans á jörðu niðri, Darjan, hegðar sér ekki eins og honum ber og því er Bahman vandi á höndum. Hér er á ferðinni áhrifamikil saga sem m.a. veltir upp spurningunni um hvort lífi okkar sé að einhverju leyti stjórnað annars staðar frá. Verkefnin eru miðuð við 5.-7. bekk.